Hvernig hugsar hamingjusamasta fólkið? –

Þegar við hugleiðum hamingjuna, þurfum við lika að vita hvað hindrar hamingjuna. –  Flestar hindranir koma innan frá, og ytri hindranir verða oft að innri hindrunum. –

Hvað meina ég með því?

Jú, – Gunna hefur tekið ákvörðun um að hefja skólagöngu í haust eftir margra ára hlé, sem átti bara upphaflega að vera eitt ár, – búin að losa sig við ýmsar hindranir og hefur tekið ákvörðun. –  Móðir hennar kemur í heimsókn og fer að draga úr Gunnu, „heldur þú að þú getir þetta nú Gunna mín?“ – „Hvað með _______“  bættu í eyðuna að vild. –

Þarna reynir á sjálfstraust Gunnu, – stendur hún með sínum ákvörðunum eða „samþykkir“ hún efasemdir móður sinnar og gerir þær þá að SÍNUM innri hindrunum? –  Ef hún gerir efasemdir móður sinnar að sínum, eru þær orðnar hennar innri hindranir. –

Oft eru það okkar nánustu (og þá þau sem vilja okkur vel) sem eru þau sem hindra okkur mest, því þau hafa sterkust ítökin í okkur.  Þarna getur verið um að ræða þau í nánasta hring; foreldra, systkini, maka o.s.frv. –   Þau setja stundum upp þessar hindranir vegna þess að þau trúa ekki að við náum árangri (vantar trú á okkur) og eru hrædd – fyrir okkar hönd – að okkur mistakist og verðum þar af leiðandi særð. – 

Þegar okkur svo tekst áætlunarverk okkar, verður þetta fólk voðalega stolt af okkur, –  hmmm… af hverju verður ÞAÐ stolt? –  Fyrir að reyna að draga úr okkur, eða að okkur hafi tekist að standa með okkur sjálfum og láta ekki þeirra ótta verða að okkar?..

En víkjum aftur að Gunnu, hún stendur með sjálfri sér, – hún er meðvituð um óöryggi móður sinnar og gerir það ekki að sínu. –

Gunna hefur lært ýmislegt í sjálfsræktinni – og það er m.a. að hún ber sjálf ábyrgð á eigin hamingju og það þýðir að hún hlustar líka á sína innri rödd, en gerir ekki annað fólk að Guðum skoðanna sinna, en þar liggja oft hindranir okkar. –

Hvað hefur Gunna lært meira um hindranir?

Hún veit að það að ætla sér að gera allt fullkomlega og vera alltaf til staðar fyrir alla er ekki hægt, og hún gerir ekki þær ómanneskjulegu kröfur til sjáfrar sín, því þær draga jú úr hamingju hennar. –  Kannski gera aðrir þær kröfur til hennar,  en hún er meðvituð um að þær eru ósanngjarnar og valda henni samviskubiti – og samviskubit bítur mann bara í rassinn svo það er sárt. –  Fókusinn fer á sársaukann en ekki á hamingjuna við að vera til. –

Hamingjusamasta fólkið hugsar ekki;  „Hver þykist ég vera?“ – „Ég geri aldrei nógu vel.“ – „Það vill enginn vera með mér.“ – „Ég á ekkert gott skilið.“ – „Ég þarf að sanna mig til að fá ást og viðurkenningu.“ –  „Enginn elskar mig.“ – „Hvað ætlar fólk að gera fyrir mig.“ –  „Ef aðeins _______ myndi breytast þá upplifði ég hamingjuna.“  –  svo dæmi séu tekin. –

Hvernig lifir hín hamingjusama Gunna?

  • Hún trúir því að hún sé verðmæt og hún sé hluti heildar
  • Hún hefur hugrekki til að vera ófullkomin
  • Hún lágmarkar dómhörku í eigin garð og annarra
  • Hún kemur fram af einlægni og heiðarleika
  • Hún þorir að lifa lífinu – án þess að vera með öryggisnet eða vita hvað er hinum megin við hornið  (þorir að treysta)
  • Hún hættir að láta eins og eitthvað sem skiptir hana máli skipti engu máli. –
  • Hún hættir samanburði við aðra og gerir SITT besta, miðað við umhverfi og aðstæður
  • Hún leyfir sér að lifa berskjölduð, – leyfir öðrum að sjá hvernig hún er í raun og veru, og þá fellir hún grímu hlutverksins svo fólk sér hennar raunverulega andlit
  • Hún leyfir góðum hlutum að gerast (lögmál þess að leyfa/law of allowance)  .. og sleppir áðurnefndum inri hindrunum
  • Hún leyfir sér að finna til og vera til, afneitar ekki tilfinningum sínum
  • Hún elskar   – skilyrðislaust
  • Hún lærir að treysta sinni eigin rödd og umfaðma sjálfa sig og hver hún er.
  • Hún gefur sér tíma til að enduruppgötva sjálfa sig, tengjast sjálfri sér og átta sig á tilgangi sínum.
  • Hún veit að hún er nóg og þarf ekki að fá frá öðrum það sem hún hefur þegar sjálf. –

Þetta eru stór markmið, – þeim er seint öllum náð, –  en „fagnaðarerindið“  er að við þurfum ekki að vera stödd þarna, – heldur aðeins að vilja þetta fyrir okkur, –  það er aðeins ein ákvörðun sem við þurfum að taka,  – það er að velja veg hamingjunnar, og þá erum við komin á hann. –

Hvenær vitum við að við erum dottin út af honum aftur? –  Jú, þegar við förum að upplifa gremju, tala niður til okkar, dæma okkur eða aðra o.s.frv. –   og þá er bara að vera vakandi,  hér og nú – hver er fókusinn, hver er ákvörðunin,  ef við segjum JÁ TAKK – núna – erum við stödd þar NÚNA. –   Það er það sem skiptir máli, –  að vera nóg núna og hamingjusöm núna. –

Sjáðu þig fyrir þér með brjóstið fullt af hamingju, sjálfstrausti og friði og næst þegar ytri hindranir reyna að sveigja þér af hamingjubrautinni,  hugsaðu þá með þér, “ „Aha“  það er svona sem þetta virkar  –  það hrekur  mig ekkert af mínum farvegi,  nú veit ég hvar ég stend og hvar ég vil vera og ég læt ekki hindra mig, eða hrekja mig burt lengur! .. “

„Ég samþykki mig eins og ég er – ytri hindranir verða ekki mínar lengur – ég elska mig eins og ég er og ég vil mér það besta“…

Elskum meira og óttumst minna. – 

Ekki láta annað fólk taka ákvarðanir um okkar hamingju, – flest fólk er eins hamingjusamt eins og það ákveður að vera. –

Við segjum ekki,  „fylgdu hans/hennar/þeirra hjarta“ …

Fylgdu ÞÍNU hjarta … 

Það er í þínu hjarta sem þú upplifir hamingjuna. –

Lifum heil

Abraham_Lincoln_quote

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s