Hugleiðslunámskeið fyrir fólk á öllum aldri!
“Af heilu hjarta” þar sem við æfum okkur í að sjá það sem býr innra með okkur, í kjarnanum, áttum okkur á því að við þurfum ekkert að leita að okkur sjálfum – aðeins að uppgötva okkur sjálf. – Hugleiðsla er líka eitt af verkfærunum til að finna innri ró og jafnvægi, sem svo marga skortir í hröðum heimi.
Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur og ráðgjafi Lausnarinnar deilir með sér sinni eigin „hugleiðslukörfu“ – en það er bland í poka af því sem hún hefur lært og tileinkað sér, en hugrækt er ekki síður mikilvæg en líkamsrækt.
Námskeiðið verður einu sinni í viku, 90 mínútur í senn.
Ummæli frá þátttakendum:
„Ég var með höfuðverk þegar ég mætti – hann er horfinn“ ..
„Ég sef miklu betur“ ..
„Kvíðinn er næstum horfinn“ ..
„Vöðvabólgna fór á meðan á hugleiðslu stóð“…
„Ég hef oft prófað hugleiðslu, en aldrei virkað fyrr…“
Staður: Borgarnes – Brákarbraut 25, jarðhæð (í sama húsi og Nytjamarkaðurinn).
Tími:
kl. 20:00 – 21:30 Hefst þriðjudag 25. febrúar og síðasti tíminn verður 18. mars. (4 þriðjudagar).
Verð kr. 8000.- (Innifalinn er hugleiðslu-hugvekjudiskurinn Ró, en diskurinn er byggður á hugtökum æðruleysisbænarinnar, æðruleysi, sátt, kjarkur og sátt).
Ákjósanlegur fjöldi þátttakenda: ca. 6 – 12
Skráning og fyrirspurnir hjá Jóhönnu: johanna@lausnin.is
Vinsamlega takið fram:
Nafn, kennitölu og símanúmer. Hægt er að greiða með að leggja inn á reikning eða koma á staðinn og greiða (er þó ekki komin með posa). Verð við á þriðjudag t.d. 11. febrúar kl. 20:00 -21:00.
VERIÐ HJARTANLEGA VELKOMIN ❤