Konan sem elskaði sig ekki nógu mikið …

Anna var ung kona, – hún hafði eignast barn þegar hún var tuttugogfimmára, eftir þó nokkuð bras. – Þetta barn var sólargeisli lífs hennar. – Hún dýrkaði barnið og vildi lifa fyrir það. –  Anna hafði, frá unglingsárum, átt við offituvandamál að stríða og þegar hún kom frá lækninum síðast kom í ljós að hún var að þróa með sér sykursýki. –

Læknirinn varaði hana við, bað hana vinsamlegast  að fara að skera niður sætindi, en þau voru m.a. það sem héldu henni í hættulegri yfirþyngd.

Anna elskaði barnið sitt svo mikið, en fór nú að óttast það að deyja frá barninu sínu ef hún héldi áfram þessari sjálfskaðandi hegðun. 

Af hverju gat hún ekki tekið sér taki? –

Henni fannst hún algjör lúser, – hvað var hún búin að gera sér? – Hún upplifði skömm fyrir þessa vanstjórn og þegar henni leið illa, lá leiðin inní skáp að leita sér að huggun. –  Hvar var nú súkkulaðipakkinn sem hún hafði falið fyrir sjálfri sér? –

Anna leitaði sér hjálpar, – hún skammaðist sín, því að henni fannst hún vera að bregðast barninu sínu, – en í raun áttaði hún sig ekki á því að hún var að bregðast sjálfri sér fyrst og fremst. –  Hún elskaði sig ekki nógu mikið. –  Að elska sig, er nefnilega að taka ábyrgð á heilsu sinni og hamingju og um leið er það það besta sem hún gæti gert fyrir barnið sitt. –   Anna hugsaði með sér að það gæti litið út fyrir að hún elskaði barnið sitt ekki nógu mikið,  en hún vissi auðvitað sjálf að hún elskaði það mest af öllu,  en fannst samt skrítið að geta ekki gefið því heilbrigða mömmu, sem gæti hlaupið hratt með því líka, þegar svo bæri við. –

Það snérist aldrei um það að hún elskaði ekki þetta barn,  þetta snérist ekki um ástina til barnsins, bara um ástina til hennar sjálfrar. 

Það sem hindraði var að Önnu fannst hún ekki þess verð að vera móðir, hún ætti ekki skilið þessa hamingju, hún hefði ekki leyfi til að skína eða þiggja.  Hún átti margar niðurrifsshugsanir, sem allar unnu gegn henni og þær komu vegna þess að hana vantaði þá trú að hún væri sjálf dýrmæt mannvera og mikils virði. –

Þetta er svo ótrúlega öfugsnúið. – Hún mátti líka vita það, að þrátt fyrir umframkíló væri hún mjög dýrmæt og verðmæti okkar færi ekki eftir vigt, eða nokkru slíku.  Verðmætið væri það sama og þegar hún fæddist í þennan heim.  Ómetanlega dýrmæt sköpun – alltaf.  Gjöf lífsins til hennar sjálfrar og fyrst og fremst þyrfti hún að virða þessa gjöf og fara vel með hana, bæði likama og sál. –   Það er ákvörðun, tekin hér og nú. –

Dæmisagan hér að framan gildir líka þegar um framhjáhald er að ræða. Anna var þarna í sögunni að „halda framhjá“  með sætindum, halda framhjá sjálfri sér og um leið gæti hún hafa verið að gefa barninu sínu til kynna að henni þætti sama um það, þar sem læknirinn hefði sagt henni að með áframhaldandi sjálfskaðandi hegðun væri heilsa – líf hennar í hættu? –   Hvað með foreldra sem reykja og börnin lesa á pakkann og á honum stendur „Reykingar drepa“  – þykir pabba/mömmu ekki vænt um mig? –  Vilja þau bara drepast? –

Þetta snýst ekki um barnið heldur þann sem reykir, þann sem borðar í óhófi, þann sem drekkur og jafnvel þann sem heldur framhjá maka sínum. – 

Þá er viðfangið, – sá/sú sem haldið er framhjá með ekki annað en súkkulaði, áfengi, tóbak …  eitthvað sem viðkomandi leitar í,  leitar á svo kolröngum stað,  þegar það sem hann/hún leitar að er sitt eigið „heim“..

Fíkn á sér uppruna í skömm, oft skömm fyrir okkur sjálf.  Fíkn er flóttaleið frá sjálfum sér og tilfinningum sínum. 

Finnum til en ekki frá. –

Ef maki þinn heldur framhjá þér er hann í sársauka, og kann ekki að leita inn á við.  Það er ekkert vísindalegt við þessa tilgátu,  en hún er þó byggð á eigin reynslu, byggð á samtölum við fólk og það að vinna með fólki. – 

Konan sem gat ekki elskað sig, var að leita að einhverju til að uppfylla tilfinningalega þörf, auðvitað varð hún ekki södd af súkkulaðinu.

Að „detta í það“  .. það = mat, áfengi, skókaup, framhjáhald, er eins og að missa piss í skóna.  Okkur vantar yl og pissum, það vermir um stund, en varir ekki og afleiðingarnar eru vond lykt og vesen. –

Það sem er varanlegt er hið innra.  Það er sál barnsins, barnsins sem ert þú,  þú sem ert svo dýrmæt vera,  bara ef þú sæir þig með augum kærleikans myndir þú byrja að hlæja.  Þú myndir skynja gleðina, ástina og friðinn í hjarta þínu og þú myndir hleypa þeim öllum út að leika.

Hamingjan er ekki skilyrt við þyngd, stað eða persónur.   Hún er hér ef þú bara segir já takk og uppgötvar hversu mikil heilun og frelsi fylgir því að stunda sjálfsumhyggju. – 

Konan sem ég talaði um í upphafi er byggð á raunverulegri konu, sem lærði að það var hún sem þurfti að elska sig. –  Að hana langaði til þess en þurfti það bara ekki. – 

Ég held að þegar við áttum okkur á þessu, í samskiptum, í samböndum – hverrar tegundar sem þau eru, að líta í eigin barm og skilja að það að elska sig er það besta sem við gerum fyrir heiminn, landið, borgina, fjölskylduna, barnið … okkur sjálf.

Því elskandi heimur er góður heimur og við þurfum að vita að besta leiðin til að breyta heiminum er að vera breytingin sem við viljum sjá.

Að elska sig, stuðlar því að heimsfriði og ást.

Anna er nóg.

Ein hugrenning um “Konan sem elskaði sig ekki nógu mikið …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s