Það skiptir máli hver þessi „einhver“ er. – Þessi „einhver“ sem segir okkur eitthvað um okkur sjálf og hver við erum. –
Ef það er persóna úr innsta hring, nánasta fjölskylda eða maki, er það stórhættuleg og áhrifamikil persóna. – Við gerum þessa persónu nefnilega stundum að Guði – og Guð getur varla sagt annað en rétt, eða hvað? – Ef þetta væri Guð, myndi hann aðeins kenna okkur gott, – svo líklegast er þessi persóna bara alls ekki Guð, jafnvel þótt þetta sé mamma, pabbi, dóttir, sonur, amma, afi, systir, bróðir .. nú eða „elskandi“ maki. –
Þessi náni aðili gæti verið haldinn sjálfhverfu, ranghugmyndum, ástundað frávarp (margur telur mig sig) eða bara verið með brenglaða mynd hver þú ert. Nú og svo er auðvitað engin/n manneskja froskur, talandi um það. Það gæti verið að það sé búið að segja við einhvern að hann sé vandamál, að hann sé ómögulegur, latur o.s.frv. – í laaaaangan tíma. Og jú, þá er því trúað, sérstaklega ef það er sagt af fyrrnefndum aðilum, sem við höfum tilhneygingu til að trúa og treysta. –
Þá komum við aftur að þessu með trúna. Skiptum um trú. Hættum að trúa öllum öðrum, eða flestum öðrum betur en okkur sjálfum. – Og/eða treystum þeim sem nota uppörvandi orðalag, jafnvel þegar okkur verður á. – Sá eða sú sem kallar fífl er nefnilega oftast að dæma sjálfa/n sig í leiðinni og það á ekki að trúa þeim sem talar út frá þeim grunni. –
Við verðum svo oft það sem við trúum að við séum og við verðum stundum veik ef við trúum nógu sterkt að við séum veik. Á móti verðum við líka oft það góða sem við trúum að við séum og við læknumst þegar við förum að trúa að við getum læknast. –
Auðtivað er þetta ofureinföldun, en ofangreint hjálpar til.
Ég hlustaði á fyrirlestur Lissa Rankin í nótt, – um mikilvægi hugans og þess sem við trúum. – Mikilvægi þess að eiga í góðum samskiptum. – Mikilvægi þess að eiga góðan félaga. – Mikilvægi þess að vera hjá lækni sem hvetur okkur og hefur trú á lækningu okkar.- Lækni sem kann mannleg samskipti..- Mikilvægi þess að kunna að slaka á, o.fl. – Andleg vanlíðan, stress og kvíði yfir því að verða veik og að við trúum að við verðum veik, er líklegra til að gera okkur veik. –
LISSA RANKIN telur upp eftirfarandi atriði:
1. Þú verður að trúa að það sé hægt að læknast – skiptu um trú.
2. Finndu rétta aðstoð, líkaminn getur læknað sjálfan sig, og enn betur með hinum rétta lækni – heilara.
3. Hlustaðu á innsæi þitt, þú þekkir líkama þinn betur en nokkur annar. Hugsaðu: „Líkami minn er mitt mál.“ –
4 Greindu rót vandans. Hvað er komið úr jafnvægi?
5. Skrifaðu lyfseðilinn fyrir sjálfa/n þig, hvað þarf líkami minn til að lækna sjálfan sig? – –
6. Slepptu tökunum. Kannski er sjúkdómur okkar að segja okkur eitthvað. Við erum ábyrg að taka á sjúkdómnum ekki fyrir honum. Við þurfum að vinna með sjúkdómnum.
„We doctors we do nothing, we only help and empower the doctor within“ Albert Schweitzer
Það eru oft óljós mörkin milli andlegs sjúkdóms og líkamlegs sjúkdóms. – Dæmi Lissa Rankin eru um fólk sem fór að gera það sem það hafði dreymt um að gera, þegar því var sagt að það væri ekki hægt að bjarga því lengur og þetta fólk lifði ekki bara hálft ár, eða heilt, það lifði langa ævi. –
Það á ekki að þurfa að bíða eftir að fá versta úrskurð, þetta ætti að ýta við hverju mannsbarni að fylgja ástríðu sinni, láta draumana rætast, – (ekki hugsa „ekki ég“ ) .. á námskeiðinu „Ég get það“ .. eru þegar komnar míní kraftaverkasögur, af fólki sem hefur verið að breyta hugarfarinu, nota „law of allowance“ eða lögmál þess að leyfa góðum hlutum að gerast, taka á móti gjöfum lífsins, fókusera upp á nýtt. –
Hugarfarið skiptir máli og trúin á OKKUR skiptir máli. –
Þessi pistill er í raun aðeins inngangur að löngum fyrirlestri Lissa Rankin, en ég set hann hér með. – Einhver birti einu sinni sögu af því að ef við hentum undirskál í gólfið og brytum hana, þá þýddi lítið að segja fyrirgefðu, því skaðinn væri skeður. –
Við erum ekki undirskál. Við erum ekki hlutur. Við erum svo miklu, miklu, miklu máttugri en nokkur hlutur, við erum með frumur sem endurnýjast, og við höfum lækningamátt heilunarinnar.
Leyfum Lissa Rankin að fá orðið.
Smelli hér að neðan eldri pisti – þar sem ég skrifaði á svipuðum nótum:
Við erum ekki skemmd nema að við trúum því.
Margir upplifa að þeir séu skörðóttir, brotnir, með tómarúm í hjarta o.s.frv. ..
Það er eins og segir: “upplifun” – og á meðan að við trúum henni þá er hún sönn og við lifum samkvæmt því.
Við reynum að fylla í skörðin, bæta okkur upp með öðru fólki, – við fyllum í tómu rýmin með alls konar afþreyingu, mat, áfengi .. fíkn sem á að plástra sárið sem myndaðist þegar holan/rýmið/brotið myndaðist.
Það er e.t.v. búið að vera til og að öllum líkindum frá bernsku.
En ef þetta verður til huglægt, er þá ekki hægt að lækna það huglægt líka? –
Þessi rými eða brot verða til við sársauka, ofbeldi eða sorg.
Við missi, höfnun, langvarandi neikvæð skilaboð, einelti o.s.frv. –
Eini heilarinn okkar erum við sjálf.
Það er vegna þessarar ástæðu að talað er um “self-love” sjálfs-ást eða sjálfs-kærleik sem besta lækninn.
Ef að einhver utanaðkomandi, viljandi eða óviljandi, nær að særa okkur, þurfum við “innanaðkomandi” að heila okkur. –
Í staðinn fyrir að viðhalda opnu sári, holu í hjarta, þá förum við að horfa öðru vísi á okkur. Við græðum sárin. –
Sársauki verður sárs-minnkun. –
Ef að skörðin okkar myndast huglægt, þá ER öruggt að þau eru ekki þarna. Það er aðeins spurning um sjónarhorn. Eina manneskjan sem viðheldur þeim erum við sjálf. –
Þú ert ekki brotin/n, Þú ert ekki ónýt/ur, skörðótt/ur.
Þú ert ekki með innra tómarúm.
Þú þarft bara að sjá þig, finna þig og elska þig.
Eckhart Tolle sagði söguna um betlarann við veginn sem sat á kassa og var búinn að betla í mörg ár, maður gekk að honum og spurði af hverju hann væri að betla, hvort hann hefði ekki kíkt í kassann sem hann sæti á. – Betlarinn hafði ekki gert það, en maðurinn benti honum á að kíkja. Betlarinn sá sér til mikillar furðu að kassinn var fullur af gulli. –
Hver og ein manneskja er full af gulli. Hver og ein manneskja ER heil.
Á meðan við samþykkjum það ekki höldum við áfram að betla.
Betla það sem aðrir geta gefið, vímuefni geta gefið, vinna, annað fólk, – eða hvað sem við upplifum að okkur vanti eða skorti. –
Það er ekkert skrítið að við betlum því að það er búið að segja okkur að við séum e.t.v. ekki heil. –
Ég vil leyfa mér að segja að fagnaðarerindið sé; Við erum heil, við þurfum bara að hætta að trúa að við séum það ekki og fara að trúa að við séum heil og að við séum NÓG. –
Allt hið utanaðkomandi er bónus, það á ekki að vera uppfylling í okkur sjálf, eitthvað tómarými sem aldrei fyllist. Við tökum á móti því sem heilar manneskjur.
Í Davíðssálmi 23 er sagt:
“Mig mun ekkert skorta” – sem þýðir “Ég er nóg – mig vantar ekki neitt” –
og
“Bikar minn er barmafullur” – sem þýðir líka að “Ég hef nóg” ..
Við sækjum ekki gleðina út á við, kærleikann, friðinn. –
Allt þetta er innra með okkur og það þarf bara að virkja það – sjá það og finna. –
Aðferðin við að sjá, finna, heila er að koma heim til okkar, lifa með okkur, sjá okkur. – En margir eru orðnir aftengdir sjálfum sér. –
Öll þráum við þessa fullnægju, þessa Paradísarheimt, þessa upplifun að vera heil og nóg. –
Ef við stöndum í myrkri er vonlaust að sjá gullið í kassanum, og það er vonlaust að sjá nokkurn hlut. – Þess vegna verðum við að upplifa ljósið og leyfa því að lýsa, sýna okkur hvað við erum dásamleg, endalaus uppspretta lífs, gleði, friðar og kærleika. –
Við erum börn náttúrunnar, við erum náttúra og náttúran getur kennt okkur.
Böðum okkur í sjó og vötnum, göngum berfætt í grasinu, leggjumst í lyngið. Öndum að okkur vindinum, og föðmum önnur börn náttúrunnar. –
Leggðu lófann á hjartað þitt, lygndu aftur augum og finndu fyrir þér.
Og já, þú ert dásemarvera.
Lifum heil. –