Hvernig kennum við börnunum sjálfsvirðingu, sjálfstraust og sjálfsást? …

Nýlega flaut á internetinu myndband, þar sem foreldrar voru sýndir sem fyrirmyndir.  Reyndar voru þar bara sýndar slæmar fyrirmyndir og væri upplagt að gera annað um góðar fyrrmyndir.  Því það ætti að vera áhrifaríkt og uppbyggilegt.

Foreldarar ERU fyrirmyndir, – bæði góðar fyrirmyndir og slæmar fyrirmyndir. – Við kennum börnunum okkar líka hvernig þau koma fram við maka sinn. – Ef að við erum sátt við framkomu okkar gagnvart maka, þýðir það að pabbi væri sáttur við að kærasti eða eiginmaður dóttur hans kæmi eins fram við hana eins og hann við móðurina. – Ef að við erum sátt við eigin viðmót, væri okkur sama þó að kærasta eða eiginkona sonarins kæmi eins fram við hann eins og við komum fram við pabba þeirra. – Mér finnst þetta mikilvægt hugarfæði (food for thought). –

Börnin læra það sem fyrir þeim er haft, þau læra líka hversu mikið er í lagi að láta bjóða sér, setja mörk o.fl. – Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að vera foreldri. – Ef foreldrar geta ekki átt í góðum samskiptum í sambandinu sínu, þarf annað hvort að leita sér hjálpar eða skilja. Ekki bjóða börnum/unglingum upp á kennslu í niðurlægingu, ofbeldi, samvisku- eða fýlustjórnun, markaleysi o.fl. í samskiptum. – Eftir skilnað dugar sjaldnast bara að segja, jæja, þá er þetta yfirstaðið. Það þarf hver og einn að líta í eigin barm og heila sig, og laga sambandið við sjálfan sig. Sem er reyndar undirrótin að vandamálum í samskiptum við aðra. Sjálfsvirðingu, sjálfstraust og sjálfsást þarf að byggja upp – sátt við sjálfan sig – svo við séum í stakk búin til að vera þessir kennarar í sjálfsvirðingu, sjálfstrausti og sjálfsást, sem við væntanlega viljum öll að afkomendurnir hafi. (Sjálfsást felur í sér að læra að taka ábyrgð á sjálfum sér og heilsu sinni).

Ég dáist að foreldrum sem leita SÉR hjálpar. – Eru tilbúin til að breyta og verða betri fyrirmyndir barna sinna. –

Ég er mjög mikið beðin um að halda námskeið fyrir börn og unglinga í sjálfstyrkingu, – en í raun held ég að besta leiðin sé í gegnum fyrirmyndirnar.  Foreldar sem hafa komið á námskeið hjá mér, hafa sagt mér að þau séu að bera áfram þær hugmyndir sem þau læra á námskeiðinu. –

Ef ég svo aftur á móti set upp námskeið fyrir börn og unglinga, um sjálfstraust og sjálfsvirðingu – framkomu og tjáningu,  þá verð ég að fá foreldrana fyrst í kynningu á efninu, – svo þau skemmi ekki það sem ég er að aðstoða börnin við að byggja upp á námskeiðinu. – Já, því miður er það svoleiðis, að oft eru unglingavandamál í raun foreldravandamál. –  Nú bið ég foreldra að fara ekki í einhvern samviskuhnút, sérstaklega sem eiga erfiða unglinga. –  Foreldri sem er í klessu andlega gerir unglingnum sínum ekkert gagn með því. –  Þetta er aðeins vitundarvakning, og það er aldrei of seint að vakna og líta í eigin barm.  „Hvernig er MÍN sjálfsvirðing?“ –  „Hvað læt ÉG bjóða mér?“ – „Hæðist ég að móður/föður barnanna?“ – o.s.frv. –

Falleg samskipti endurspeglast í fallegum samskiptum. –

Líka í samskiptum við okkur sjálf.  Hvað sérð þú í speglinum og hvað viltu að aðrir sjái í þér? –

Vertu breytingin sem þú vilt sjá í barninu. –

F52E17F2-694E-11E1-94CA-E6AE32D05ADD

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s