Viðkvæmasta postulínið er oft það verðmætasta. Kannski gildir það sama um fólk?

Stundum þegar ég held matarboð fyrir vini eða fjölskyldu, hugsa ég, – „ætti ég að kaupa pappadiska?“ .. en svo langar mig sjaldnast til þess, vegna þess að mér finnst leirinn eða postulínið svo fallegt. –

Þar sem ég ók upp Ártúnsbrekkuna í gær, á leiðinni á fund fór ég að hugsa af hverju erum við að framleiða svona brothætta diska ef að vel er hægt að komast af með plastdiska?   Ef þeir detta í gólfið, þá tekur maður þá auðvitað bara upp aftur,  en eftir því sem leirinn eða postulínið er viðkvæmara er það brothættara. –

Það er eitthvað svo fallegt við viðkvæmt postulín, „delicate“ er orðið á ensku. –

Þegar að við erum berskjölduð, við leyfum okkur að vera við, – þegar við erum viðkvæm þá erum við líka fallegust. –  Styrkleiki okkar liggur í því að sýna okkur, stilla „bollanum“ okkar í ljósið – og leggja hann á borð. –

Þó við séum viðkvæm eigum við ekki að pakka okkur inn í sæng og liggja þar í örygginu, eða sitja heima í sófa og aldrei tala við neinn. –  Við þurfum að taka áhættu og lifa,  þora að taka þátt í matarboðinu. –

Ég hef margoft hlustað á fyrirlestur Brené Brown um mátt berskjöldunar, – „Power of vulnerability“  sem fjallar um það að fella varnir, og þessi postulínslíking,  er m.a. það sem ég fæ út úr þeirri hugmyndafræði. –

Lífið er áhætta, það eina sem er öruggt er að við deyjum  -við göngum í gegnum lífið í skugga áfalla og skugga þess að „eitthvað“ geti komið fyrir, en hugrekkið er að lifa til fulls og njóta þannig lífsins, þrátt fyrir það.   Tilgangur lífsins er ekki að fela sig – eða tilfinningar sínar – heldur að taka þátt í lífinu. Ekki  fela sig og rykfalla inní skáp, og vera ekki séð, heldur að koma út úr skápnum, úr myrkri í ljós,  sem hin viðkvæma, brothætta mannvera  og leyfa heiminum að sjá fegurðina.

Viðkvæmasta postulínið er oft það verðmætasta. kannski gildir það sama um fólk?

CUP148.1L

Eftiráþankar: Viðkvæmasta postulínið er oft það verðmætasta. Kannski gildir það sama um fólk? … skrifaði ég í gær, – hér er aðdragandinn af þessari hugsun sett fram í pistli. – Það eru svo margir viðkvæmir, en setja upp grímu, fela sig á einn eða annan hátt. Stærsta vandamálið, þegar að fólk fer að „opinbera“ sig .. eða berskjalda, að þarna úti er enn fólk sem öfundar hin berskjölduðu og á bak við sína virkisveggi og grímur gagnrýnir það þau sem leyfa sér að vera þau sjálf.  Þegar við vitum að gagnrýnisraddirnar koma frá sársauka þessa fólks, þá hættum við að taka þær nærri okkur og sendum þær til heimahúsanna. –  Þær segja meira um þau sem gagnrýna en okkur sjálf. –

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s