Því fyrr sem við tölum þess léttara er það …

„Sannleikurinn gerir okkur frjáls“ … flest erum við sammála um það.

„Ekkisannleikurinn“ gerir okkur þá væntanlega bundin, eða heft? ..

Það sem gerist þegar við bælum, byrgjum, höldum inni – tilfinningum, þungbærum atburðum o.s.frv. – er að það fyrnist ekki, eða sjaldnast. Við sitjum uppi með það og líkami okkar verður eins og skál sem hefur ekki verið þvegin, með hörðnuðu deigi. –

Ef við hefðum þvegið hana strax, hefði það runnið úr skálinni, og málið búið.-  En ef hún er geymd þá harðnar deigið,  Verður næstum eins og grjót ef það er geymt í viku og fer svo að mygla og skemmast. Líkingin gengur ekki alla leið,  því skál er bara hlutur, en ef að eitthvað harðnar og myglar innan með okkur fer það að skemma út frá sér. –

Þetta, er m.a. ástæðan fyrir því að við eigum ekki að bíða með að tala, – og það verður erfiðara eftir því sem árin líða og stundum er líkaminn bara orðinn þjakaður af ítrekuðum óuppvöskuðum deigafgöngum. –

Það safnast upp.

Þegar svo er komið,  þýðir ekkert að skammast og rífast yfir því, það þvæst ekkert í burtu með því.  – Heldur brettum við upp ermar, og setjum á okkur bleika gúmmíhanska, látum vatnið renna í skálina og mýkja upp deigið og skrúbbum burt það sem harðnað er í skálinni. –

Þetta er það sem kom í minn koll í morgun, og kom mér reyndar líka í koll,  þegar ég leit á skálina með afgangi af deiginu af amerísku pönnukökunum sem ég bakaði í gær. –  Ég nennti ekki að vaska upp, og geri mér þá bara lífið pinku erfiðara í dag,  því að það tekur lengri tíma að vaska upp þegar allt er harðnað! …

Boðskapurinn:

Ekki bíða með það til morguns sem þú getur gert í dag. –  Það er svo frelsandi. –  Ef við geymum hlutina of lengi, geta þeir farið að íþyngja okkur um of. –

1959989_10202541679877000_1521413397_n

Ein hugrenning um “Því fyrr sem við tölum þess léttara er það …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s