Tilfinningalegt ofbeldi …

Eftirfarandi texti er þýddur af síðu sem heitir „Inner Child Healing“ – vandamálið við ofbeldi, er að við áttum okkur oft ekki á hvað ofbeldi er og þá ekki hvort við erum SJÁLF að beita því.  Það er einhvern veginn auðveldara að benda á aðra. – En greinin er eftirfarandi:

„Andlegt eða tilfinningalegt ofbeldi er mjög ríkjandi í samfélaginu, m.a.  vegna þess að mörg okkar átta sig ekki á því hvað sé ofbeldi. Það er hægt að skilgreina það sem hegðun sem miðast að því að stjórna, niðurlægja, refsa eða einangra einhvern.  Það hljómar kannski kunnuglega?

Þetta er allt frá munnlegum árásum upp í úthugsaða taktík eins og lítillækkun, kúgun (manipulation) og neita að verða ánægð.

Niðurlæging, drottnun,  dómharka, ásakanir og að ekki sé talað við mann (silent treatment) geta verið dæmi um þessa hegðun.

Þau sem bjóða upp á þessa hegðun, trúa að hinir/hinar eigi að gera eins og þau segja. Þau hvorki taka eftir né láta sig varða hvernig hinum líður. Þau trúa alltaf að þau séu hinum æðri og að þau hafi alltaf rétt fyrir sér.

Ef þú ert með einhverjum/einhverri sem heldur að hann/hún hafi alltaf rétt fyrir sér, er ómögulegt að gera til geðs, lítillækkar þig fyrir framan aðra, gerir þig ábyrga/n fyrir öllum samskiptavandamálunum og er ekki fær um að biðjast afsökunar,  þá ertu í ofbeldissambandi.

1800354_593642317392974_696183459_n

Ein hugrenning um “Tilfinningalegt ofbeldi …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s