Óttinn við hið óþekkta …

Oftast er það óttinn við hið óþekkta sem stöðvar okkur í að gera breytingar eða sleppa tökum.

Við leysum ekki festar,  því báturinn okkar er öruggur við bryggju.

Flest viljum við vita hvað er framundan, hvað tekur við og ef við vitum það ekki þá ríghöldum við í það sem við þekkjum.

Hvað ef tilgangur lífsins væri að læra að finna til? –

Finna til okkar, ekki frá okkur.

Við værum þá að forðast tilgang lífsins með að forðast tifinningar okkar, og forðast okkur sjálf um leið. –

Stundum er vont, stundum er gott.

Stundum er sorg og stundum er gleði. –

Það er þegar við höfum upplifað djúpa sorg og viðurkennt hana að við getum tekið á móti sannri gleði.

Ekkert er bælt, flúið og engu afneitað.

Við verðum glöð í okkur og með sjálfum okkur, finnum frið og ást.  –

Gleðin, friðurinn og ástin eiga sér leikvöll í hjartastað og við leyfum þeim að leika frjálst.

Finnum að ég við erum lifandi og verðum þakklát fyrir að skynja þetta stækkandi samfélag hið innra. –

Lærum að lifa innan frá og út. 
Lærum að vera hugrökk – alla daga – þó suma þeirra séum við særð og lítil hið innra.

Við finnum til.

Þá erum við þakklát fyrir að vita að við erum aldrei ein og þurfum því ekkert að óttast, ekki breytingar, ekki tilfinningar,  ekki fólk.

Ekkert

81ed53f7ba224875fe7d4478a3d93872

Ein hugrenning um “Óttinn við hið óþekkta …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s