Mótsagnirnar sem trufla …

„Það sem þú veitir athygli vex“ – er virkilega sönn setning.  Þegar ég keypti mér gráu Honduna mína 2005,  sá ég miklu fleiri gráar Hondur. –  Þegar ég fer út að ganga og ákveð að veita rauðum lit athygli sé ég meira af rauðum lit, – þið vitið hvað ég meina. –

Ef við erum alltaf að tala um verkina okkar, sársaukann o.s.frv. – veita honum athygli er eins og að við finnum meira fyrir honum. –  Það er líka svoleiðis að þegar við tölum um lúsafaraldur þá fer fólki að klægja í höfuðið,  eða skrifum orðið „geispi“ – þá er líklegra að við geispum. –

Ég hef orðið vör við það að þegar ég ræði um kvíða og fæ fólk til að ræða um sinn kvíða,  verður herbergið „rafmagnað“ með kvíða. Það verður kvíðaorka ráðandi. –

En nú kemur mótsögnin:   Það er nauðsynlegt að ræða hlutina, ekki byrgja þá inni. – Svo er það fólkið sem er að pósta alls konar hlutum sem verða til þess að við séum vakandi fyrir krabbameini og ofbeldi. –    Ég held að í staðinn fyrir að fókusinn fari á orðið „VAKANDI“ –  fari öll athyglin, eða mesta á orð eins og ofbeldi eða krabbamein. (Skrifa þessi orð viljandi með litlum en VAKANDI með stórum). –

Við verðum að sjálfsögðu að vera vakandi fyrir orsökum og því sem veldur, – en hvað með hitt.  Hvað með þetta „Cancer awareness“  dæmi? –    Má ekki þýða það „krabbameinsathygli.“

Hvernig væri að snúa þessu við? –

Hverju viljum við veita athygli? –

Viljum við ekki veita heilsunni athygli? –  Viljum við ekki veita FRIÐ og ÁST athygli? –

Oft hef ég lesið um það að ástin sigri allt … svona þegar upp er staðið.

L O V E  –  sem er þýtt sem elska, ást eða kærleikur,  e.t.v. fleiri orð.

Ég kann ekki að leysa þessa mótsagnargátu.

Ég er samt mjög hugsi yfir allri athyglinni og tel að samtök og félög mættu velja sér nafn sem fæli í sér lækningu en ekki sjúkdóminn sjálfan. –

Þarna er ég að tala um muninn á t.d. „Krabbameinsfélagið“ og „Hjartavernd.“  hvort skyldi nú gefa meiri von? –

Væri rétt að stofna „Kvíðafélagið“  fyrir þau sem eru haldin kvíða? –

Ég fæ bara hnút í magann yfir þessu nafni! ..

Við þurfum að vera vakandi, við þurfum að vera meðvituð um það sem veldur hinu vonda, meðvituð um sjúkdóma og meðvituð um ofbeldi, svo dæmi séu tekin,  en það er mín tilfinning – og ég byggi hana á langri reynslu að við séum orðin afvegaleidd í fókusnum.

Við þurfum ekki alltaf að taka öllu eins og það er, bara af því að það var. Kannski erum við stundum að hugsa „öfugt“ – og það er margt sem hefur verið að kollvarpast á undanförnum árum, – eða kannski að við höfum verið að enduruppgötva það,  því fátt er nýtt undir sólinni. –

Markmiðið með þessum pistli er að vekja.  Vekja til umhugsunar um hvort að við megum fara að ELSKA MEIRA OG ÓTTAST MINNA. –   Að hætta að vökva og veita næringu því sem við viljum ekki að vaxi og dafni, en næra og vökva í staðinn það sem við viljum að vaxi? –

Gera meira af því sem veitir okkur gleði – stilla orkuna okkar þannig að hún laði að heilsu og gleði í stað þess að „stilla á“ áhyggjur og sorg? –  Getum við valið?

FRIÐUR – GLEÐI – ÁST …  ❤

Veitum því enn meiri athygli og sjáum hvað gerist… það gæti komið okkur á óvart. –

552023_434727973207644_155458597801251_1864963_8980327_n

 

 

 

 

Ein hugrenning um “Mótsagnirnar sem trufla …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s