Stígðu inn í „Núið“ …

Við erum mörg meistarar í því að gera, – en hvernig á að vera? – Og hvernig á að vera í Núinu – vera viðstödd Núið án þess að vera að hugsa? –

EInn merkasti „Nú-meistarinn“ er Eckhart Tolle sem skrifaði „Mátturinn í Núinu“ – og hann leiðbeinir fólki inn í Núið. – Hér á eftir fer einföldun á því hvernig við stígum inn í Núið. –

Ferðalagið inn í Núið. –

Fyrsta og mikilvægasta skrefið er það að veita athygli umhverfi okkar,  ef við sitjum í herbergi, horfum við á það sem er í kringum okkur,  fólk, hluti, skynjum rýmið og viðurkennum það sem er í kringum okkur.

Annað skrefið er að virða það og meta sem er í kringum okkur, meta það sem okkur finnst oft sjálfsagt. Ef við værum í göngutúr myndum við sjá hvað skýin væru dásamleg, eða blómin við göngustíginn.  Jafnvel fjölbreytni í umferðinni. –  Hversu oft virðum við himininn fyrir okkur og hversu dásamlegur hann er.  Þegar við virðum umhvefið fyrir okkur, – og metum það eykst meðvitundin.

Þriðja skrefið tekur okkur dýpra, – og við spyrjum okkur hvað er hérna líka í Núinu? –   Við verðum vör við skynjanir okkar, hér og nú,  verðum andlega viðstödd, ekki hugsandi um eitthvað sem er fjarlægt okkur. –  Hugsum ekki um það sem gerðist í gær eða hvað gæti gerst í framtíðinni. –   Athyglin er ekki á sms-um í símunum eða næsta „læk“ á Facebook. –

Fjórða skrefið er að skynja að við erum lifandi, skynjum líkama okkar, – lífið í fótunum, höndunum, – og við verðum viðstödd. Við getum æft þetta með að sitja með lokuð augu halda út höndunum kyrrum í lausu lofti, spyrja okkur síðan: „Hvernig veit ég að hendur mínar eru þarna?“

Stundum missum við af lífinu, af Núinu.  Þá stígum við út úr Núinu til að elta Lífið – sem við höldum að við séum að missa af, en um leið og við förum að elta erum við fjarri. –

Hugsanir koma – en við þurfum ekki að elta þær og við verðum vör við bilið sem er á milli þeirra, og við skynjum okkur sjálf,  ekki sögu okkar, bara hver við erum.

Hvað er það sem gerir okkur fært að skynja líkamann? – Það er viðvera okkar, eða meðvitundin.

Það yndislega við hugleiðslu, er að uppgötva okkur sjálf, ekki sögu okkar, heldur þessa dýpri vídd,  sem barnið hefur.  Barnið sem skoðar fingur sína án þess að dæma. –

Við spyrjum okkur; „Hvernig líður mér að vera ég?“ –  Án sögu minnar,  bara hér og nú.  Persónuleg saga okkar er ekki þau sem við erum. –

Við spyrjum okkur líka: „Er ég meðvituð/meðvitaður (aware) um meðvitund mína (my awareness)“..

Þegar við viljum skynja okkur sjálf förum við í lóðrétta vídd, við köfum djúpt – stöldrum ekki við í gárum yfirborðsins,

Þegar við köfum djúpt inn í formlausan kjarnann komum við HEIM í formlaust himnaríki, þáð sem er innra með okkur.

Við erum frjáls og við erum í þögn – glaumur heimsins truflar ekki, við gleymum okkur ekki, heldur munum hver við erum, í djúpinu innra með okkur. –

……

Ég verð með hugleiðslunámskeið kl. 10:00 næsta mánudagsmorgun í Lausninni Reykjavík,  það eru þrír mánudagsmorgnar, – enn hægt að skrá sig – smelltu HÉR.

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s