Heilbrigð mörk, þorir þú? ….

Það að setja mörk er ekki að breyta öðru fólki. Það er frekar að ákveða hversu langt við erum tilbúin að hleypa öðru fólki og sýna jafnframt ákveðni í að hleypa því ekki inn fyrir okkar mörk.

Ef við eigum erfitt með að setja heilbrigð mörk, getur verið að við förum að taka ábyrgð á tilfinningum og vandamálum annarra. Lífið verður stjórnlaust og fullt af dramatík.  Við getum átt i erfiðleikum með að segja „Nei“  af ótta við að vera hafnað.

Við erum öll „víruð“ til að elska og því að tilheyra, og óttinn við að missa eða vera hafnað, getur rist djúpt – og stjórnað því hversu hugrökk við erum að setja mörk.

Við getum verið annað hvort yfirmáta ábyrg og stjórnsöm, eða vanvirk og  háð í samskiptum.  VIð sýnum mikið umburðarlyndi hvað varðar ofbeldishegðun í okkar garð.  VIð fórnum mögulega eigin gildum til að geðjast öðrum eða forðast vandræði eða til að halda friðinn.

Þegar við síðan fórnum eigin gildum, upplifum við skömm og upplifum okkur lítils virði.  Skömmin er rót flestra fíkna og flótta frá sjálfinu, svo það að setja mörk er grundvallandi til að halda sjálfsvirðingu okkar.

Góð ráð varðandi að setja heilbrigð mörk: 

Setjum mörk, jafnvel þó okkur finnist við eigingjörn eða upplifum sektarkennd. Við erum í fullum rétti í að passa upp á okkur sjálf.  

(Ef einhver sem reynir á mörk okkar segir að við séum sjálfselsk, er hann/hún í raun að segja,  „Þú átt ekki að elska þig, eða þóknast þér, þú átt að elska mig, eða þóknast og geðjast  mér).

Byrjum á þeim sem okkur finnst auðveldust.  E.t.v. ekki þeim sem eru í okkar nánasta hring, því þau eru oft erfiðust.

Setjum skýr mörk, án tilfinningasemi og í eins fáum orðum og hægt er.

Ekki fara í það að réttlæta eða afsaka.

Fólk sem er vant að stjórnast með okkur eða fá sínu framgengt, og er vant því að komast inn fyrir mörkin – mun halda áfram að  reyna á mörkin og reyna að stjórnast með okkur og fá það sem það var vant að komast upp með og við „leyfðum“ því áður.

Þá verðum við að standa með okkur, og fast á okkar gildum, ef viðkomandi lætur ekki segjast, verðum við að hætta samskiptum við hann/hana.  Gott er að koma upp stuðningsneti fólks sem virðir mörk okkar.

Það tekur tíma að læra að setja heilbrigð mörk, – gefum okkur tíma og tækifæri til að læra.

Ef við höfum óheilbrigð og óskýr mörk, munum við laða að okkur það fólk sem notfærir sér það.  Þess vegna þurfum við að fara að laða að okkur heilbrigðara fólk.    

Með heilbrigðum mörkum löðum við að okkur heilbrigt fólk. – 

1170720_498620266895180_1106913787_n

Ein hugrenning um “Heilbrigð mörk, þorir þú? ….

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s