„Ég get það ekki“ … ertu þín eigin andspyrnuhreyfing, eða hvað?

Þegar fólk er innt eftir þeirra stærstu hindrun,  þá er svarið iðulega:

„Ég sjálf“ –  „Ég sjálfur“ .. og það er svo sannarlega satt. –

Við erum ekki í neinni afneitun hér að það séu ekki til ytri hindranir, og við vitum í flestum tilfellum hverjar þær eru,  en stundum eru óskýr mörk milli ytri og innri hindrana. –

Innra með okkur er einhvers konar andspyrnuhreyfing, sem muldrar og tautar og finnur alls konar afsakanir fyrir því að við getum ekki og leyfum ekki,  trúum ekki að góðir hlutir gerist fyrir okkur eða við eigum nokkuð gott skilið. –

Það er vont að eiga í þessu innri (hugsana)stríði. –

Hvað gerist ef við hættum að hlusta á þetta „lið?“  –

Hvað ef að það er rigning úti, og einhver úr hreyfingunni byrjar – „sko, týpískt að það komi hellidemba þegar þú ætlaðir í göngutúr?“

Þú gætir svarað:  „Já týpískt fyrir mig, – afsökunin komin og þú ferð aftur uppí sófa.“ –

EÐA

„Já, það er líka týpískt fyrir mig að eiga þennan fína útivistarfatnað og mér finnst rigningin bara góð og hressandi. og mér finnst gott að komast út og hreyfa mig.“ –

Auðvitað er ég að tala þarna um mismunandi viðhorf, og hver stjórnar því í raun. –   Eru það „kallar og kellingar“  í okkar innri andspyrnuhreyfingu eða eru það við sjálf. –   Þessar raddir eru auðvitað þær sem við höfum tileinkað okkur (stundum raddir fólks sem hefur stjórnað okkur í gegnum tíðina, eða við höfum gefið of mikið vald í okkar lífi) en úr því við gátum tileinkað okkur þær,  af hverju ættum við ekki að geta af-tileinkað okkur þær? –

Það er miklu meira sem við getum en við getum ekki.  En lykilatriði er að hafa sjálf trú á eigin getu og að líka við okkur sjálf,  af því við erum svo einstök, dásamleg og stórskemmtileg í þokkabót!..

Stofnum því friðarhreyfingu innra með okkur,  kærleikurinn sigrar að sjálfsögðu allt,  svo það þarf kannski bara að hleypa enn meiri kærleika að, kærleika í eigin garð,  því að með því að fara að þykja vænt um sjálfa/n sig þá langar okkur svo mikið að gera það sem er best fyrir okkur og þá hlustum við ekki lengur á úrtöluraddir, eða tökum a.m.k. ekki mark á þeim og finnst þær bara krúttlega kjánalegar. –

Nýtt námskeið:   ÉG GET ÞAÐ,  hefst í Lausninni 12. maí – fyrir fólk á öllum aldri.   Smelltu hér til að skoða nánar eða skráningu.

Þetta námskeið verður væntanlega í boði næsta haust í Borgarnesi á vegum Lausnarinnar Vesturlandi,  hlakka til að kynna það!

1605_L1

 

 

 

Ein hugrenning um “„Ég get það ekki“ … ertu þín eigin andspyrnuhreyfing, eða hvað?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s