Hvað er lífið að reyna að gefa þér? …

Það er sælt að gefa og það er sælt að þiggja“ – Það verður eiginlega að vera svoleiðis, til að það sé jafnvægi milli þess að gefa og þiggja og í raun er það sami hlutur, því með því að þiggja erum við að gefa. –

Það er þó ekki sama hvernig við þiggjum.  Ef við þiggjum þannig að við tökum öllu sem sjálfsögðum hlut, bara tökum við því og segjum hmmmm…  eða hrmph… jafnvel – eins og það sé bara það sjálfsagðasta í heimi,  þá ber það vott um vanþakklæti og verður okkur e.t.v. ekki að góðu. –

Það er þarna sem þakklætið kemur sterkt inn, – þakklætið fyrir þær gjafir sem við erum að fá á hverri stundu lífs okkar. –

Við erum að fá loft til að anda að okkur, sem er í raun grunn-gjöfin. Ef við erum stödd á Íslandi erum við að fá hreint og gott vatn, við erum með hitaveitu og hægt að baða sig eða sturta á hverjum degi, og jafnvel oft á dag.  Við búum í landi þar sem ekki eru stríð o.fl. o.fl. –   Þetta er bara brot af því sem hægt er að vera þakklát fyrir. –  En á meðan að við lítum á þetta allt sem sjálfsagt og þökkum aldrei fyrir það,  og ef við hugsum okkur lífið sem „gjafara“ þá hlýtur það að fá smá leið á okkur sem aldrei segjum „Takk“ – eða hvað? –

Ég held að mikilvægi þess að veita gjöfum lífsins athygli sé vanmetið og mikilvægi þess að þakka þessar gjafir. –

Þó við höfum ekki ástundað þakklæti hingað til er aldrei of seint að byrja, og um leið og við förum að ástunda þakklæti opnast svo margt,  því er ekki miklu skemmtilegra að gleðja þakkláta persónu en vanþakkláta eða þá sem segir aldrei TAKK? –

Það er gott að gefa því gaum sem við eigum, því sem við höfum, hæfileikum okkar, fólkinu okkar,  – taka eftir því sem er að ganga vel og svo þurfum við auðvitað að finna tilfinningarnar okkar, því það er nú ekki kurteisi að gefa þeim engan gaum,  þær sem eru að banka upp á hjá okkur og segja „hæ ég er hér“ –  kannski er bara ráð að þakka það að hafa tilfinningar,  við tilfinningaverur? – Við viljum ekki vera dofin eða tilfinningalaus,  þó á einstaka stundum þurfum við á því að halda, en það er undantekningin en ekki reglan. –

Hvað ef lífið er að reyna að gefa þér eitthvað – bíður brosandi með pakkann og þú horfir alltaf í einhverja aðra átt,  veitir því ekki athygli og ert upptekinn af því sem þú færð ekki. –   Hvað ef lífið væri persóna? – Þá myndir þú særa lífið,  með því að taka ekki við gjöfinni,  nú ef þú myndir svo sjá gjöfina – taka hana bara og stinga inní stofu og loka svo hurðinni framan í lífið svo það stæði fyrir utan. –

Ég hef gert svona hluti. – Tekið þeim sem sjálfsögðum. –

Ég vona að mér endist æfin til að þakka gjafirnar, sem eru endalaust margar,   meira að segja lífið hennar Evu minnar, sem var þrjátíuogeitt ár. –  Sumt fólk eignast aldrei börn,  en ég eignaðist stelpu sem var falleg, góð, dugleg, skein skært og heillaði fólk,  eignaðist tvö falleg börn.  Það er dýrðleg gjöf.

Hvernig get ég verið þakklát fyrir hennar líf?

Það er bara alls ekki erfitt, það var svo STÓR gjöf,  fjársjóður sem var undir regnboganum,  – þó að lífið endist ekki eins lengi og við búumst við, – við höldum auðvitað að við fáum öll að verða a.m.k. sjötug,   þá er lífið þakkarvert.  Allt líf, hversu stutt sem það varir, er þakkarvert. –  Eftir því fallegra sem lífið var, því sorgmæddari verðum við þegar við missum.

Fuglarnir hér á Framnesveginum eru farnir að vekja mig á morgnana, – uppúr sex fara þeir að syngja.  Ég sit í „Lazy-Boy“ stólnum hennar móður minnar heitinnar, og skynja að ég er ástfangin. –

Það er auðvelt fyrir mig að skynja ástina þegar ég skrifa,  því að þar liggur ástríða mín. –  Það flæðir áreynslulaust, og þó ég hugsi stundum;  „á þetta erindi við aðra en mig, – er þetta ekki of „prívat?“ –  þá eru það bara sekúndubrot,  því að ég veit ég á erindi við þig,  systir, bróðir,  „fellow human being“ – langar mig í raun bara að segja. –   Við erum svo öll eitthvað eins og mikið að skoða sömu hluti, lenda í sömu gryfjum, glíma við sömu hindranir, höldum að við séum svo ein en erum svo mikið að upplifa það sama. –

Ég er hér af því að þú ert hér,  þú skiptir mig máli og ég er SVO ÞAKKLÁT fyrir þig. –

Þú ert það sem lífið er að færa mér, og ég væntanlega það sem lífið er að færa þér. –

Allt sem gerist í heimi hér er hluti lífsins. –

Ég þakka gjafir lífsins og ætla að halda áfram að þakka, lærdómurinn er stundum þungur og stundum erfitt að skilja tilgang,  en allt fer vel að lokum. –

1393469_10152066057691211_1753453545_n

 

 

 

 

 

 

 

 

2 hugrenningar um “Hvað er lífið að reyna að gefa þér? …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s