Eftirfarandi myndlíking er fengin frá Esther Hicks, – þar sem hún er að tala um mikilvægi þess að sleppa, eða losa um neikvæðar tilfinningar og/eða hugsanir.
Ímyndaðu þér korktappa sem flýtur á vatni, sem eð eðli korktappans – þ.e.a.s. að fljóta á vatni. Þegar við höldum fast í hugsanir sem valda neikvæðni þá togum við korktappann niður. – Þá myndast spenna, gremja, eftirsjá, o.s.fr. – það erum við sem höldum tappanum niðri. – Þegar við sleppum tökum á korktappanum þá skoppar hann aftur upp á yfirborðið. – Það eina sem við þurfum að gera er að sleppa.
Það er margt sem við höldum í, – sem við þurfum ekki að halda svona fast í og heldur okkur um leið undir yfirborðinu og í kæfandi orku. – Það eina sem getur frelsað okkur undan yfirborðinu er að við sleppum.
Að sleppa getur verið að fyrirgefa, fyrirgefa öðrum eða fyrirgefa sjálfum okkur. Að sleppa getur líka verið að hætta að hugsa um eitthvað í fortíðinni sem við viljum breyta. Að sleppa getur verið að sleppa tökum á manneskju sem við viljum breyta, en það er ekki hægt að breyta öðrum, aðrir verða að fá tækifæri til að breytast sjálfir og á eigin forsendum. – Af eigin vilja, það er ekki hægt að sleppa fyrir aðra. –
Ef við viljum breyta – hafa áhrif – byrjum heima hjá okkur sjálfum.
LET IT GO!