Þegar agaleysi er í raun ástleysi ….

Ég er ein af þeim sem telur að agaleysi sé orðið eitt af stóru vandamálum okkar, bæði í uppeldi heima fyrir og í skólum. – Reyndar væri það ekki eins mikið vandamál í skólum, ef að heimilin (foreldrar/forráðamenn) sinntu uppeldi betur. –

Ég hef áður skrifað um mikilvægi þess að taka ábyrgð á lífi sínu, og auðvitað ættu foreldrar og/eða forráðamenn að taka ábyrgð á lífi þeirra barna sem þeim er treyst fyrir, líka að taka ábyrgð á að kenna þeim hægt og smám saman að taka ábyrgð. –

Það að elska sig er að taka ábyrgð á sér, velferð sinni og heilsu, og þá auðvitað hamingju sinni. –

Við tölum stundum um að „vera góð við okkur“ – t.d. í mat og drykk, og þá erum við kannski að borða eitthvað sem er okkur í raun óhollt og borðum jafnvel svo mikið af því að okkur verði illt. – Svo tölum við líka, á sama hátt, um að við séum „of góð við okkur“ – þegar við t.d. komum okkur ekki í að hreyfa okkur þó að við vitum að hreyfing er mjög góð fyrir bæði líkama og sálarlíf. –

Hvað vantar þarna inn? –  Sjálfsaga, – og þá er þessi sjálfsagi í raun jákvæður, eða „tough love“  eins og það er kallað, í eigin garð. –   Við erum í raun að gera það besta fyrir okkur, sem hlýtur að þýða að við séum að elska okkur nógu mikið til að leyfa okkur ekki að drabbast niður. –

Það sama á við um uppeldi, – þegar við segjum Nei, er það stundum kærleiksríkasta orð sem við getum notað. – Við erum að elska með því að segja Nei, eða aga barn.   Við erum líka að taka áhættuna á því að barninu líki ekki við okkur, –  ef við segjum Já, við einhverju af því við erum orðin þreytt á að barnið sé alltaf að biðja um aftur og aftur, er það ekki ást heldur úthaldsleysi eða uppgjöf,  og það er líka kennsla í neikvæðri hegðun. –

Agaleysi er markaleysi og markaleysi er vont. –

Markalaus manneskja – getur átt erfitt með samskipti við aðrar manneskjur,  annað hvort getur hún verið þannig að hún leyfir öðrum að „vaða“ yfir sig  eða markalaus manneskja „veður“ yfir aðrar manneskjur eða inn í þeirra rými. –

Virðing er tengd því að kunna mörk, sín eigin mörk og mörk annarra.

Ef við raunverulega elskum, þá gerum við það sem er raunverulega best – bæði fyrir okkur sjálf og þau sem við elskum.

Ef ég elska mig, þá gef ég mér nærandi mat, gef mér líka stundum það sem er bara gott fyrir bragðlaukana, en kann að njóta þess í hófi, – ég hreyfi mig reglulega, –  umgengst fólk sem mér líður vel með og ég set fólki mörk sem misbýður mér, eða forða mér úr návist þeirra, – líka segi ég upp leigu þeirra í hausnum á mér. –

Að sama skapi, ef ég elska börnin mín,  þá geri ég það sama fyrir þau,  ég gef þeim holla næringu, sætindi í hófi,  styð þau til að hreyfa sig, og hvet þau til að standa með sjálfum sér. –

Foreldrar vilja eiga heilbrigð og hamingjusöm börn og börn vilja eiga heilbrigða og hamingjusama foreldra.

Við verðum því að átta okkur á því að agi er ekki bara neikvætt orð, – við notum aga til að kenna sjálfvirkni, en andheiti sjálfvirkni má segja að sé meðvirkni. –

Við verðum að læra að það eru afleiðingar og það er orsakir.  Ef við hreyfum okkur ekki – og borðum of mikið,  verðum við of þung og þá oft mjög leið. –   Það er ekki að elska sig. –

Í öllu þessu ofansögðu er mikilvægt að gera sér grein fyrir því sem við köllum „hinn gullna meðalveg.“ –

Það er hægt að dekra og ofdekra,  og þegar um of-dekur er að ræða erum við að stela bæði þroska og gleði frá öðrum, nú eða sjálfum okkur. –  Það er líka hægt að vera of stíf í mörkunum og aganum, og það þarf að gæta að því að fara ekki að ofstjórna.

Það er þroski í því að takast á viið að gera hluti, og það er gleði sem fylgir því að ná markmiðum sínum. –

Ef við erum vanvirk og værukær, er hætta á að við missum bæði þroska og gleði. –

Leikum okkur, hlæjum, gleðjumst, hreyfum okkur og njótum lífsins, – kannski þurfum við aga til að gera það, en sá agi er ást.

Það er gott að vita – að gleðin er orkugjafi.

Margir upplifa að þeir séu í vítahring, –  sem erfitt er að koma sér útúr, –  gleðin er besta útgönguleiðin, svo gerum allt til þess að gera okkur glöð (alvöru glöð, ekki glöð í gegnum vímuefni) –  og sjáum hvort að gleðin verði ekki til þess að við förum að ástunda það sem við raunverulega viljum og vitum að gerir okkur gott! …

Gleðin er leiðin til gleðinnar. –

„Upp, upp mín sál….“

426349_4403581721455_1819512707_n

 

4 hugrenningar um “Þegar agaleysi er í raun ástleysi ….

  1. Bakvísun: Mest lesnu pistlarnar … | JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s