Hvað sérðu? – Hvert er þitt viðhorf? –

Viðhorf okkar til lífsins skapar tilveru okkar. –

Erum við að horfa til þess og þakka það sem við höfum, eða erum við að horfa til þess sem við höfum ekki. –

Það þarf engu að ljúga, – þó við höfum misst megum við ekki gleyma þeim og því sem við höfum. –  Það er eðlilegt að sakna og gráta, og til þess að komast yfir sorgarfenið þurfum við að halda áfram.  Hvorki reyna að komast fram hjá því né dvelja þar,  heldur að fara yfir það.

Það mikilvægasta er að halda fókus og halda áfram.

Þetta á við um hið daglega líf, að læra að meta það sem við höfum,  í stað þess að veita endalaust athygli því sem skortir  (þannig að skorturinn vex)  að fara að veita því athygli sem við höfum þannig að það vaxi. –

Ég sá þessa mynd á netinu og hún er lýsandi fyrir ólík viðhorf.  Gott að æfa sig í þessu jákvæða viðhorfi,  – hvað er jákvætt við mitt líf í dag? – …

Það er alltaf eitthvað til að vera þakklát fyrir.

10256326_10152409257583185_2515226927848837448_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s