Listin að leyfa …

Við höfum flest heyrt um lögmál aðdráttaraflsins, eða „Law of Attraction“ – en það var m.a. kennt í mynd og bók um „The Secret“ eða „Leyndarmálið“…

Lögmál aðdráttaraflsins, eða leyndarmálið er að við drögum það að okkur sem við erum.  Ef okkur líður vel, drögum við að okkur vellíðan.  Gott laðar að sér gott.  Heilbrigt, heilbrigði o.s.frv. –

Þetta hljómar allt voða einfalt, en við erum ekki einföld við mannfólkið svo við búum til hindranir, – aðallega innri hindranir, sem leyfa ekki góðum hlutum að laðast að okkur, sérstaklega þar sem við neitum oft að trúa því. –  Okkur skortir trú á að við t.d. eigum það skilið, og erum stundum logandi hrædd við gleðina.  Þegar fer að ganga vel, förum við að efast og „kabúmm“  við sprengjum upp gleðina – sjálf – frekar en að endalok hennar komi okkur á óvart. –  Við gerum þetta ekkert endilega viljandi, það er frekar að eitthvað gallað forrit í okkur,  hefur komið þessu ferli af stað.

Við höfnum áður en okkur er hafnað. Hvort sem um er að ræða kærasta eða lífið sjálft. –  Jafnvel höfnum við gleðinni.  Bara til að við séum við stjórnvölinn. –

Þá er komið að listinni að leyfa.  Þegar við hættum að hindra, eða búa til hindranir förum við að leyfa. –

Esther/Abraham Hicks – útskýrir Listina að leyfa á eftirfarandi hátt:

„The person that needs to do something is not that person. The person that needs to do something is you! Some of those people in your life do not deserve your good thoughts. In other words, „They are bad. They are evil. They are wrong! They are inappropriate. They do not deserve your good thoughts,“ and you stubbornly are not going to give them any. They may not deserve your good thoughts. But you do. You deserve your good thoughts about them. This is what the Art of Allowing is. It’s allowing my own Well-being. -Abraham“ – 

Listin að leyfa er að leyfa sér að eiga góðar hugsanir, að vita að við sjálf eigum skilið góðar hugsanir.

Listin að leyfa er að leyfa okkar eigin velmegun. 

Til þess að leyfa þurfum við að hleypa að góðum hugsunum, góðum hlutum, gleði, hamingju og frið. – Ekki hafna því eða hindra farveg þess. –

Það getur vel verið að það sé fólk þarna úti sem er vont, og ætti skilið illu hugsanirnar okkar, en við eigum þær ekki skilið, og eina leiðin til að hugsa illar hugsanir er að þær fari í gegnum hugann okkar, þá er bara betra að hugsa fallegar hugsanir. 

Já, já – elskum bara meira!

6837710-

Ein hugrenning um “Listin að leyfa …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s