Eftirfarandi er þýðing á greininni:
„Stop Caretaking the Borderline or Narcissist„
When Relationships Are Based on Manipulation“
Þekktu merkin og brjóttu upp mynstrið.
Tilfinningalegir ummönnunaraðilar eru umhyggjusamar, tillitsamar, gjafmildar og áreiðanlegar manneskjur.
TU langar einlæglega að geðjast öðrum og eru yfirleitt mjög elskulegt fólk.
Aftur á móti, er mjög auðvelt að ráðskast með tilfinningalega ummönnunaraðila, vegna þess að þeir hafa tilhneygingu til að vera mjög umburðarlyndir og yfirmáta samvinnuþýðir, það er mjög stutt í sektarkennd og skyldurækni, eða ótta við reiði annarra í þeirra garð.
Tilfinningalegur ummönnunaraðili vill frekar upplifa sársauka, reiði eða þunglyndi sjálfur – en að manneskjan sem þeim þykir vænt um þurfi að upplifa þessar tilfinningar.
Þetta gerir þá mjög berskjaldaða fyrir misnotkun – að maki sem er mjög sjálfhverfur eða eigingjarn nýti sér þessa berskjöldun.
Margir í stöðu ummönnunaraðila átta sig ekki á því að þeir eru að gefa svona mikið af sjálfum sér. Þegar þeir upplifa það, upplifa þeir oft gremju og reiði – en gætu samt haldið áfram í sama fari.
Þetta fólk spyr sig oft. “ Af hverju valdi ég að vera í sambandi við svona eigingjarna manneskju? – En ummönnunaraðili dregst eins og segull að tilfinningakúgara. Í fyrstu virðist sambandið dásamlegt – ein persóna sem elskar að gefa og önnur sem elskar að þiggja. – Því miður er það oft svoleiðis að sú sem þiggur vill meira og meira, allt á þeirra hátt. Á meðan að ummönnunaraðilinn óskar þess heitt og innilega, með sjálfum sér – að þetta muni jafnast út til langs tíma litið, en það gerist aldrei.
(Höfundur gerir greinarmun á tilfinningalegum ummönnunaraðilum og meðvirkum einstaklingum. Það er vegna þess að flestir ummönnunaraðilarnir eru mjög virkir, jákvæðir, og upplifa verðmæti í starfi og með vinum, á meðan hinir meðvirku eru venjulega vanvirkir, gera lítið úr eigin mætti, valdalausir og sjálfskemmandi í flestum samböndum).
Þegar ummönnunaraðilar eru í sambandi við manneskju sem virðir, metur, og hefur jákvætt viðhorf gagnvart þeim, fá þeir þörfum sínum fullnægt og þar er möguleiki á að gefa og þiggja.
Ummönnunaraðilar eiga oft jákvæð samskipti. En í nánum samböndum, með tilfinningakúgara, eru gildi og hugmyndafræði ummönnaraðila, að gefa og sýna umhyggju – og ótti þeirra við reiði, fjandsamlega hegðun og höfnun frá kúgaranum það sem heldur þeim nánast í gíslingu.
Þegar ummönnunaraðillinn er ósammála, eða vill eitthvað annað en kúgarinn, – nær hann yfirleitt ekki að standa á sama plani, setja mörk, eða leysa ósamlyndi, vegna þess að þetta „bardagasvæði“ er utan þeirra kunnáttusvæðis eða gilda. Ummönnunaraðilinn er háður náð og miskunn kúgarans sem hefur það að markmið að fá það sem hann vill, – sama hvern hann skaðar með hegðun sinni.
Hvert er gjaldið sem hinn tilfinningalegi ummönnunaraðili þarf að borga fyrir svona stjórnsamt samband?
Lækkun sjálfsmats, aukinn kvíði og þunglyndi, vaxandi uppgjöf og hjálparleysi, orkuleysi, tómleikatilfiningu og vaxandi sársauki, ótti og eirðarleysi.
Ummönnunaraðilar upplifa sig oft fasta í samböndum, vegna skyldurækni og því að vilja ekki særa hinn aðilann, sama hvað makinn hefur gert á hans hlut.
Í staðinn fyrir viðbrögðin að slást eða forða sér, eru viðbrögð flestra ummönnunaraðila við hættu, reiði og fjandsamlega hegðun að skella í tilfinngalegan lás. Andardráttur verður grunnur, þeir frjósa og bíða eftir að ástandið gangi yfir. Þetta lokunarferli gerir alla hugsun óskýra, vöðvana spennta, og jafnvel verður hjartsláttur og melting hægari.
Þessi viðbrögð geta valdið líkamlegum kvillum eins og mígreni, meltingartruflunum og öðrum iðravandamálum, svefnleysi, háls- axla- og bakverkjum, og allt í allt einhvers konar tilfinningu uppgjafar.
Hvernig hættum við að vera tilfinningalegir ummönnunaraðilar? Það mikilvægasta er að virða sjálfan sig og koma fram við sjálfan sig eins og við komum fram við annað fólk. Virða eigin þarfir og langanir. Setja mörk sem leyfa ekki öðrum að lítilsvirða þig, gera lítið úr verðmæti þínu eða það sem er þér mikilvægt. Lærðu að berjast og forða þér úr skaðlegum aðstæðum, þegar þú ert í hættu.
Hugsaðu um þig fyrst, og bjóddu síðan öðrum umhyggju þína. Það getur breytt lífi þínu.“