Lausnin Vesturland, Jóhanna Magnúsdóttir – býður upp á nýtt hugleiðslunámskeið, þar sem áherslan verður á GLEÐINA. –
Það er vísindalega sannað að sumir óttast gleðina, – fyrir því liggja ýmsar skýringar sem farið verður í á námskeiðinu.
Það sem þú veitir athygli vex – og við viljum vaxandi gleði.
Námskeiðið verður haldið í Brákarey, Brákarbraut 25 (möguleiki að hluti þess fari fram utan dyra, ef veður leyfir).
Einu sinni í viku: 4.11.18. og 25. júní
Klukkan 17:00 – 18:30
Verð kr. 8000.- og hámarksfjöldi er 12 manns.
Skráning fer fram með því að senda póst á johanna@lausnin.is
Námskeiðið er ætlað konum sem körlum
Munum að gleðin er einn besti orkugjafinn okkar – og við náum frekar árangri í lífi og starfi með gleðina í farteskinu – og stundum er gott að fá auka skammt af gleði inn í líf sitt. – Hláturinn lengir lífið og léttir lund! ..
Minni líka á að hægt er að panta einkaviðtöl eða fyrirlestra fyrir fyrirtæki og stofnanir, bæði í Borgarnesi og Lausninni Reykjavík, í síma 8956119 eða johanna@lausnin.is