Hvernig lærum við að dæma? ….

Ungt barn sem virðir fyrir sér fingur sína í vöggunni, er varla að hugsa: „Oh hvað ég er nú með búttaða hendi, – sá sem lá við hliðina á mér á fæðingardeildinni var með fallegri hendi!“ …    Það hugsar heldur ekki: „Vá, hvað ég er nú með lang fallegustu fingur í heimi.“ –

Varla.

Ég man ekki hvernig það var að vera ungabarn, en ég get ímyndað mér að það hafi verið frelsi að vera hvorki að dæma sig, né að bera sig saman við aðra.

Tveggja ára barnið heyrir tónlist og fer að dansa, það hreyfir sig í takt við tónlistina, en er væntanlega ekki að,hugsa: „Hvernig ætli öðrum þyki ég dansa?“ –  „Ætli fólk taki eftir hvað maginn á mér stendur út?“ –  eða  „Ætli ég dansi ekki æðislega, hvar eru aðdáendurnir?“ –

Svo gerist það … einn daginn, að einhver fer að hrósa, einhver fer að setja út á,  og þá er eins og við gleymum að njóta þess að bara virða fyrir okkur hendur okkar, eða njóta þess að „vera dansinn“ eins og ég heyrði einu sinni sagt.

Við getum ekki horft án þess að dæma eða bera saman. –

Þegar við erum í sjálfs-skoðun, erum við að gera tilraun til að nálgast það að vera í hugarheimi barnsins sem ekki er búið að „menga“  með hugmyndum um fegurð eða ljótleika.

Af hverju gerum við þetta? ….

Þegar við horfum djúpt í augu barns,  og mætum augnaráði þess – þá veit það að við elskum það.  Það þarf ekki orð.  Það skynjar.  Enda hefur það ekki lært orðin ennþá.

Kannski trufla orðin bara samskipti okkar? ..

VIð vitum að viðmót er það sem skiptir máli í samskiptum.

Við höfum ekki gleymt öllu.

Við meinum eitt, en segjum stundum annað – en viðtakandinn skynjar það yfirleitt og það myndast einhvers konar „pirringur“  þegar orð og æði fara ekki saman.

Það er stórt skref að hrista af sér það að ástunda dómhörku og samanburð.

Það er stórt skref að VERA … og aflæra það að meta verðmæti okkar eftir hinu ytra.

Það er stórt skref að læra það að við erum verðmæt, skilyrðislaust.

Það er stórt, því að námið hefur allt snúist svo lengi um annað, alveg frá því við vorum lítil börn var byrjað að setja á okkur verðmiða.

Þess vegna er gott að rifja upp barnið.

Æfa sig í að horfa á okkur, hendur okkar, eða líkama allan – og bara horfa án þess að dæma.

536703_549918495048818_1296317144_n

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s