það er eins með dagana okkar og aðra hluti, grunnurinn skiptir máli.
Að gefa sér tíma áður en þarf að rjúka út, tíma fyrir vatnsglas, kaffibolla, ristað brauð eða hafragraut, eða kannski góðan ávaxta-eða grænmetisdrykk.
Þá förum við vel haldin út í daginn.
Alveg eins og við leggjum grunn fyriir líkamann þurfum við að leggja grunn fyrir andann.
Hver er okkar besta morgunnæring? Hugleiðsla? Bæn fyrir deginum? Hlusta á fallegt lag eða eitthvað hvetjandi?
Fólk með börn gætti fussað yfir þessu, en það er hægt að stilla klukkuna örlítið fyrr, þannig að við tökum tíma áður en börnin vakna, og/eða að gefa okkur tíma fyrir morgunmat með börnunum.
Það er allt í lagi að vera meðvituð um þetta, þ.e.a.s. að morgunstundin gefur deginum tóninn.