Þegar við erum ung og verðum kærustupar þá er lífið þokkalega einfalt. Það er bara þú og hann, eða þú og hún, svona eiginlega bara svoleiðis.
Svo gerist það svo oft, því miður alllt of oft, að þetta par með einfalda lífið fer að flækja það því það kann ekki alveg að vinna saman eða lifa saman og endar sambandið þá oftar en ekki með skilnaði, ef þau þá ekki hanga á óánægjunni einni saman – nú eða af gömlum vana.
Annað hvort ætti fólk að leita sér hjálpar hvað sambandið varðar og finna sátt í sambandinu eða slíta því. Svona hvorki né, er varla neitt til að hrópa húrra fyrir.
En hvert vorum við komin, jú, þegar flæða svona fyrrverandi út á „sambandsmarkaðinn“ þá eru þessir fyrrverandi oftar en ekki komin með börn – og fyrrverandi eiga fyrrverandi í misgóðu andlegu jafnvægi eða stuði til að láta fyrrverandi í…
View original post 545 fleiri orð