Heimsfriður byrjar heima …

Það er margt sem við höfum lært kolrangt …

Við höfum lært að fyrst þurfum við að ná ákveðnu markmið og ÞÁ verðum við hamingjusöm.

Við höfum lært að þegar að fólkið þarna úti fer að friðmælast og hætta stríði öðlumst við innri frið. –

Þess vegna reynum við að stilla til friðar, – en merkilegt nokk, oft alls ekki með góðum árangri, því í þessum friðarumleitunum erum við oftar en ekki erum við að fórna okka innri frið.

Hvar byrjar friðurinn?

Hann byrjar heima hjá okkur.

Þess sáttari og friðsælli sem við erum, þess friðsælli augum lítum við á heiminn og mætum honum. –  Við getum horft á stríðið, við getum tekið á móti storminum, – án þess að verða honum að bráð, án þess að sogast inn i hann.

Sumt fólk er orðið eins og persónugervingar stríðs.  Samskipti við það er eins og að eiga samskipti við terrorista.  Það vill bara stríð og læti. – Hefur engan áhuga á friði.  Þá er spurning hvort að við ætlum að taka þátt í þeirra stríði eða bara fókusera á okkar innri frið, og vera friðurinn? –

Þegar stormur geysar úti, er oft gott að geta leitað inn, heim í sitt eigið, í skjól og frið.

Við rísum yfir rokið, við rísum yfir rifrildi, við rísum yfir hatur og ofbeldi. –

Við tökum ekki þátt,  við förum heim – í okkar heimsfrið, heima hjá okkur!

Í okkar eigin ❤

10338714_775531505832742_5819340308747245710_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s