Raunveruleikarnir 2014 ….

Ég las í texta frá henni Anitu Moorjani,  að hún talaði ekki um að skapa framtíð, heldur að skapa raunveruleikann. –

Mér finnst það áhugaverður punktur.

Hvað er raunverulegt? – „What is real?“ –

Raunveruleikinn getur í raun bara verið núna, –  því við stöndum í núinu.  Sjáum fortíðina út frá núinu og framtíðina ímyndum við okkur út frá núinu.  Því sem er núna og er raunverulegt. –  Við breytum ekki fortíðinni, eða sköpum hana, en við getum skapað núið,  með því að velja hvernig við hugsum til fortíðar.  Með söknuði? – Með gremju? – Með þakklæti fyrir það sem var? –   Hugsum við um það góða sem var eða stillum við fókusinn á það vonda og sára. –  Það verður raunveruleikinn okkar núna. –

Við finnum til núna.  Við fundum til gleði og við fundum til sorgar.

Ef ég vil gleði núna, skapa ég mér gleði.  Ég á hana,  helling af henni, innan í mér og ég fer og sæki hana í forðabúrið.  Ég hugsa um eitthvað fallegt, skemmtilegt, gleðilegt – hugsa inn í minn eigin „gleðibanka“ – því það er eini bankinn sem ég treysti.

Prófaðu með mér að láta þetta virka 🙂  🙂 🙂  sköpum góðan raunveruleika…

  • Hugsaðu um eitthvað sem þig langar, og láttu þér líða eins og það sé raunverulegt. Hugsaðu fallegan stað, jákvætt fólk, eitthvað sem þú ert að gera sem veitir þér gleði. Þetta er s.s. bænin um vellíðan og gleði.  Láttu eins og óskin/bænin hafi ræst, – og þakkaðu fyrir, fyrirfram þakkir.

 

 

  • Vænstu þess að alheimurinn geti skynjað þessa bæn, og vænstu þess að hann svari.  Allir verða glaðir þegar þeir upplifa þakklæti –  og vilja þá í flestum tilfellum gera meira fyrir þig, og hvers vegna skyldi alheimurinn ekki vilja gera það? –

 

 

  • Alheimurinn veit alltaf leiðina til að svara bænum þínum.  Þannig að ekki búa til aðferðafræði eða fara að stjórna hvernig það á að gerast.  Leyfðu alheiminum að færa þér það sem þú biður eða óskar.

 

Það fyrsta er lögmál aðdráttaraflsins,  þú skapar gleðina og laðar að meiri gleði, með þakklæti og fullvissu um að þú eigir skilið að vera hamingjusöm/samur.  –  Síðan er lögmál þess að leyfa, þú leyfir alheiminum að færa þér gjafir.  Og að lokum er lögmál þess að eiga skilið,  þú átt skilið gjafir heimsins. –

Ástæðan fyrir að þetta virkar ekki, er þegar við leyfum ekki og þegar okkur finnst við ekki eiga skilið. –

Nú getum við skapað raunveruleikann.

Gefum þessu tækifæri, – það er eins og að kveikja undir katlinum – og treysta því að hann sjóði fyrir afl rafmagnsins.   – Ef við slökkvum undir eða fjarlægjum ketilinn, vegna þess að við erum óþolinmóð þá gerist ekkert.

what-is-real4

Vertu endilega með í Raunveruleikunum 2014  ..   hvað sem er að gerast hið ytra, eigum við alltaf möguleika á að skapa okkar innri raunveruleika, – innri frið, hvernig væri að láta hann berast út? … Verða að ytri friði? –

Lifum innan frá og út, – þannig höfum við mest áhrif.  Ef við lifum utan frá og inn, þá erum við að láta aðra hafa áhrif á okkur.

Verum breytingin sem við viljum sjá í heiminum – sköpum raunveruleikann.

Ein hugrenning um “Raunveruleikarnir 2014 ….

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s