Þegar við erum „high“ – eða hátt uppi, – þá getur það verið að aðrir séu „low“ eða bara í voðalega miklu óstuði. – Þá getur þetta fólk sem er í stuði verið mjög óstuðandi fyrir þau serm eru það ekki. –
EN
Leyfum öðrum að vera í sínu stuði, alveg eins og við getum leyft einhverjum að vera í óstuði. –
Við getum líkt þessu við að við séum á palli – hamingjupalli, þar sem okkur líður bara vel. Við eigum alveg að geta sagt upphátt hversu glöð við erum, kannski var það heilmikið klifur að komast á þennan hamingjupall! – Ef öðrum líkar það illa, verða þeir að eiga það við sig, – en líklega eru þeir að hugsa „af hverju er ÉG ekki þarna?“ –
Ekki fara að skemma fyrir gleðinni hjá öðrum með því að draga þá niður – ef við erum skör neðar í hamingjutröppunum, eða á lægra palli. Það hjálpar okkur ekki upp, en skemmir bara fyrir hinum. – Að sama skapi, ef við erum þarna „uppi“ – þá er mikilvægt að hlusta ekki á þá sem standa fyrir neðan og hrópa „komdu niður, þú átt ekki skilið að vera „happy“ …. „það geta nú ekki allir verið happy, og þá mátt þú það ekki heldur“ ..
Kannski hefur þú upplifað að vera dregi/n niður, nú eða sá sem dregur niður. Við þurfum að vera vakandi fyrir hvoru tveggja.
Kannastu við þetta? –
Eigum við ekki bara að láta hvort annað í friði, og hvert og eitt að hafa það að markmiði að ná okkar palli, án þess að draga aðra niður.
Það ber hver og ein fullorðin manneskja ábyrgð á sinni hamingju, – þannig að ef að einhver segir eitthvað og við drögumst niður, þá erum við ekki að taka ábyrgð, heldur að gefa þeim valdið sem dregur okkur niður. –
Taktu þitt vald, og taktu þína ábyrgð.
Allir sem elska þig skilyrðisaust vilja að þú sért hamingjusöm/samur. –
Annað er eigingirni.
„Þú mátt ekki vera glöð/glaður nema að ég sé það líka, nú eða bróðir þinn eða systir o.s.frv.“ –
„Þú mátt ekki elska þig svona mikið, þú átt að elska mig“ …
Hvers óskum við öll? – Að vera hamingjusöm? Af hverju ekki að óska náunganum hamingju? –
Elska náungann eins og sjálfan sig, er það ekki aðalboðorðið?
Við getum aðeins séð um það fyrir okkur sjálf, við getum kennt það með það að gera það sjálf. Við kennum það ekki með að segja öðrum að gera það en gera það ekki sjálf.
Fyrirmyndin er að elska náungann eins og sjálfan sig. –
Ég vil vera hamingjusöm, eiga innri frið og sátt. Ég get breytt sjálfri mér og valið mér viðhorf. En ég get ekki breytt fólki og valið þess viðhorf.
Ábyrgðin á mér er mín og ábyrgðin á þér er þín.
Vandamálið er fólkið sem okkur er nánast, í innsta hring er oft mjög nálægt okkur, erfitt að sjá mörkin hvar þau byrja og við endum, eða hvar við byrjum og þau enda. –
Það þýðir að það hefur tilfinningaleg áhrif á okkur. Það nær til okkar, í gegnum tengslin. Við erum tengd.
Þess vegna, eftir langar sambúðir eða hjónabönd, eiga fyrrverandi makar oft greiða leið að tilfinningum – og drepa gleði, vegna þess að ástin hefur snúist upp í andstæðu sína, ef hún þá var? – Kannski var hún bara eigingirni. – Ef við elskum, viljum við hamingju þess sem við elskum. – Eckhart Tolle segir að það séu ekki tvær hliðar á ást. Ástin sé hrein. Þess vegna breytist ástin ekki í hatur. Ekki raunveruleg og óeigingjörn ást.
Ef einhver getur ekki elskað okkur, er óþarfi að fara að hata viðkomandi, er það ekki? Snérist sambandið bara um að við værum elskuð, eða snérist sambandið um að elska.
Það er gott að elska, þvi ef við getum elskað eigum við ást innra með okkur. Ef við hötum, eigum við hatur innra með okkur. Það er okkar vandamál.
Ljót orð koma frá ljótum munni. – Hatur kemur frá hatursfullum líkama. –
Gleði leiðir af sér gleði, reiði leiðir af sér reiði, ást leiðir af sér ást, hamingja leiðir af sér hamingju. –
Það er gott að henda af sér klöfum reiðinnar, hatursins, og alls sem heldur okkur niðri, á óhamingjupallinum. Já, það er í raun það sem heldur okkur niðri. Ef við viljum komas upp, þýðir ekkert að öskra á einhvern annan að koma niður, eða beita samviskustjórnun til að fá hann/hana niður. – Jú, kannski virkar það að einver færist niður, – gerir það okkur hamingjusöm, er hefndin svona góð? – Er gott að sjá aðra engjast um, eða vera óhamingjusama. Hvað segir það um okkur? – Elskum við þá náungann eins og okkur sjálf? – Nei er auðvitað svarið.
Það getur vel verið að náunginn kunni ekki boðorðið um náungakærleikann, en það er ekki okkar að stjórna því. Við óskum að hann uppgötvi þetta boðorð og við óskum honum hamingju. –
Þegar við elskum meira og óttums eða hötum minna, þá lyftir það okkur sjálfum upp. Það er líka máttur fyrirgefningarinnar. – Hún er gjöf okkar til okkar sjálfra. –
Við þurfum að vera sterk – mild en máttug. –
Að lokum, leyfum gleðinni að vara – heiminum veitir ekki af gleði á vogarskálina, til að vega upp á móti sorgum heimsins.
Ekki drepa gleðina … hún lengi lifi!
❤
🙂