Hvaða plata er spiluð á þínum fóni? ….

Hvaða lag gengur í þínum i-phone? –

Hvaða lag ertu að hlusta á á youtube? –

Hvað ertu að hlusa á í útvarpinu í bílnum? –

Hvaða plötu ertu að spila í þínu höfði? –

Við fáum lög „á heilann“ – lög eins og:  .. „Ég er glaðasti, glaðasti, glaðasti hundur í heimi….“   „Ég á líf, ég á líf“ ..  nú eða „They sentenced me to twenty years of boredom“ ..

Við þekkjum þetta öll. –

Hvernig skiptum við um lag? –  Jú með að hlusta á annað lag! .. 

Ef við eigum það til að spila lagið  „Ég er svo óheppin/n alla daga“ .. eða „The winner takes it all, loser standing small“ .. (og erum að sjálfsögðu litli lúserinn).“ –   Þá mótar þetta huga okkar og ekki nóg með það, það mótar raunveruleika okkar. –

984058_10152416082124421_1922496361236718698_n

Einhvers staðar las ég að ef við værum langt niðri ættum við að taka Bob Dylan af fóninum.  –

Sumir velja hins vegar að „næra“ eða eða „fita“  neikvæðar tilfinningar með tónlist eða hugsunum – sjálfstali –  sem ýkir  vanlíðan og neikvæðni.

Það sem þarf að gera er að spila aðra plötu. Plötu sem virkar öfugt við hina.

Skipta um fókus – skipta um trú – trú á okkur sjálf og hugsanir okkar um okkur sjálf.  Skipta um orð, og hækka hljóðið í fegurð og gleði lífsins.

Hvaða plata er spiluð á þínum fóni?  ..

gramophone-2

 

Ein hugrenning um “Hvaða plata er spiluð á þínum fóni? ….

  1. ER AÐ VINNA I ÞESSU,GENGUR HÆGT EN GENGUR:)

    Þann 6. júlí 2014 kl. 11:50 skrifaði „JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, ráðgjöf,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s