Ef veðrið veldur vanlíðan, erum við kannski að gefa því of mikið vald? ….

Að upplifa sig vanmáttugan dregur úr okkur orku. –  Við förum í baráttu sem verður aldrei unnin.  Þ.e.a.s. að stjórna því hvernig veðrið er úti.   Það er ekki í okkar valdi og verður aldrei í okkar valdi að stjórna veðrinu –  og þess vegna er vont að við skulum ekki vera búin að fatta það að væl yfir veðri breytir engu, nema okkar innra veðri.   –

Þegar við setjum veðrið inn í æðruleysisbænina, – þá sjáum við hvað það er í raun kjánalegt að vera að ergja sig út í veðrið.

„Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt“ ..

Hvað er þetta „það?“ – að sjálfsögðu er það veðrið.   En í framhaldi bænarinnar kemur, „kjark til að breyta því sem ég get breytt“ ..  Það er okkar viðhorf sem við þurfum að hafa hugrekki til að breyta, –

Hugrekkið felst m.a. í því að vingast við „óvininn“ – en það má kalla veðrið óvin þegar það er að ergja okkur, eða gera okkur lífið leitt. –

Einu sinni skrifaði ég grein sem heitir „Afvopnaðu ofbeldismanninn“ –  og það er kannski ljótt að kalla veðrið ofbeldismann, en jú, ef það lætur okkur líða illa – þá má líkja þvi við persónu sem beitir andlegu ofbeldi.  –  Við breytum ekki þessari persónu, – en við breytum viðhorfi okkar til hennar, og tökum frá henni valdið með því að átta okkur á því að það erum við sem erum að gefa henni valdið. –   Við gerum það með því að „leyfa“ henni að ráða okkar líðan, á sama hátt og við erum að leyfa veðrinu að ráða okkar líðan. –

Æðruleysi er ákveðið logn í stormi.  Innra logn.  Þurrkur og logn í rigningu og roki. –

Við höfum lagt öll okkar „egg“ í ytri körfuna, – þ.e.a.s.  við hengjum hamingju okkar og líðan á hið ytra veður.  Við erum syngjandi glöð þegar sólin skín, en fúl þegar það dimmir og rignir, sérstaklega þegar það Á að vera sól og sumar.   Ég skrifaði stórt Á, vegna þess að það eru væntingar okkar að á sumrin sé sól, en á vetrum sé frekar dimmt.  Við erum því nokkuð sátt við ef veturinn er eftir uppskrift og sumar eftir uppskrift.

En það er þessi óáreiðanleiki í íslensku veðurfari – sem fer illa með fólk sem vill hafa allt á hreinu. –  Þess vegna er þetta kannski extra pirrandi fyrir suma. –

Hvað er til ráða? – 

  • Ef við höfum efni á því, þá förum við og sækjum okkur smá sólarvitamín til útlanda, þar sem er nokkuð víst að veðrið er stapílt.
  • Sættum okkur við að við stjórnum ekki íslenska veðrinu og búum okkur aðstæður og klæðum okkur eftir veðri.
  • Byggjum upp innra „veður“ –  sól í hjarta og sinni,  með hugleiðslu, jóga, tengingu við náttúruna, eða hverju því sem kveikir ljósið, gleðina og friðinn innra með okkur.
  • Hættum að láta veðrið stjórna okkar líðan,  með því að gefa því valdið yfir okkar lífi, – alveg eins og við látum ekki annað fólk og það sem það segir stjórna okkar lífi og líðan. –   Eina manneskjan sem ræður því hvernig okkur líður erum við sjálf, svo ekki taka því persónulega þó vindar blási eða hellirigni, ekki frekar en við tökum því persónulega þó einhver náinn eigi slæman dag og blási og helli sér yfir okkur.  Það er hann/hún en ekki við.

Það er talað um að guðsríki sé innra með okkur, – þar er mátturinn og þar er dýrðin. –  Ef við tengjumst þessari dýrð og notum þennan mátt á uppbyggilegan hátt. Við höfum kjark til að breyta viðhorfum okkar, – kjark til að horfast í augu við veðrið og segja;

„þú stjórnar mér ekki lengur, ég er ekki undir þínu valdi.“ –

Finndu hvernig þú ríst yfir veðrið, stækkar, þú hættir að kvarta yfir að það sé að hrekkja þig, og þú hættir að gefa því þessa svakalegu athygli.  Þegar það fer að ráða minna um þitt líf, þá er tækifærið að veita einhverju öðru athygli.  Það er eins og þegar að erfiða barnið sem lætur öllum illum látum fær alla athyglina,  á meðan stillta barnið bíður útí horni og lætur lítið fyrir sér fara.   Stillta barnið er alltaf til staðar,  – það er þetta barn innra með hverju okkar, sem þakkar fyrir hverja sekúndu og hverja mínútu sem við veitum því athygli. –

Hvernig væri að nota tækifærið og fara inn á við, – eða fara með þessu barni út að leika í rokinu, rigningunni.  Tengjast því með því að fara að stilla fókusinn á það – inn á við – en ekki vera svona upptekin af því sem er að gerast hið ytra? –  Með því að hætta að eyða orku og tíma í að ergja sig á því sem við fáum ekki breytt,  fáum við meiri tíma og orku í að byggja upp það sem við fáum breytt.  Það er tengingin við okkar innra sjálf, tenging við uppsprettuna.  Kannski fáum við líka þennan dýrmæta tíma, sem við segjumst aldrei hafa til að vera í núvitund,  til að veita okkur sjálfum athygli.

Við erum allrar athygli verð, hvert og eitt okkar.  Ekki láta veður, aðstæður eða fólk stela allri athyglinni,  þannig að við upplifum tómlæti í eigin garð.  Þannig að við séum sjálf týnd, fokin út í veður og vind. –

Við getum grátið, kvartað, kveinað – verið fórnarlömb veðurfars, lagst undir sæng, kennt því um og gefið því alla ábyrgð á okkar líðan, EÐA ekki ….

Ekki hugsa um allt sem við getum ekki gert út af veðrinu, heldur hvað við getum gert. – Sættumst þannig við veðrið og aðlögumst, tökum valdið og virkjum það okkur í hag. –

Að sjálfsögðu gengur þessi líking fram og aftur, veðrið getur verið táknrænt fyrir allt hið ytra í okkar lífi sem við fáum ekki breytt. –

Við getum ekki alltaf valið aðstæður, atburði eða fólk, en við getum valið viðbrögðin okkar og viðhorf.

Við höfum valdið og höfum alltaf haft …  ekki gefa veðrinu valdið.

6790427235_69811bef61_z

 

 

 

 

 

Ein hugrenning um “Ef veðrið veldur vanlíðan, erum við kannski að gefa því of mikið vald? ….

  1. FLOTT GREIN,TAKK:)

    Þann 7. júlí 2014 kl. 09:37 skrifaði „JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, ráðgjöf,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s