Ég hef trú á fólki … hefur fólk trú á sér? …

Í gærkvöldi lauk fjórða námskeiðinu sem ég hef kallað „Ég get það“ .. og ég er sáttur leiðbeinandi. –  Það verður að viðurkennast að einhverjir heltust úr lestinni,  hafa ekki fundið sig,  en það eru þá oftast persónulegar aðstæður, t.d. óþolinmæði eftir að ná árangri,  eða námskeiðið of krefjandi.

Ég segi of krefjandi, því til þess að laða fram þetta „Ég“ hjá fólki, þarf aðeins að fara á dýptina, – atriði eins og fyrirgefninguna og ýmis tilfinningatengd atriði, sem allir eru ekki endilega tilbúnir til að gera.

En ca. 90% klára námskeiðið og eins og í síðasta skiptið mættu þær flestar 100% (þetta var eina námskeiðið af þessum fjórum sem voru aðeins konur, námskeiðið er ekki kynskipt og karlar sjálfsögðu velkomnir).  –  Hvert skipti er mikilvægt, því það er farið í mikilvæga þætti, sem hafa yfirskrift í samnefndri bók Louise L. Hay,  Ég get það:

Heilsu – sjálfsvirðingu –  fyrirgefningu – ást og sambönd – sköpunargáfu – kvíðalaust líf,  starfsframa og velmegun.

Bókin er um jákvæðar staðfestingar og henni fylgir diskur.

Það er góð tilfinning að hlusta á þátttakendur segja frá breytingum í sínu lífi, í lok námskeiðs. – Það er þó ekki alltaf þannig að fólk átti sig á nákvæmlega breytingunum, – en ég heyri á lokaræðu þeirra, sem er yfirleitt stutt en einlæg. Hvað það hafi lært, hvað hafi breyst og hvað næst… það er nefnilega gott að stöðva ekki í sjálfsræktinni, – heldur halda áfram, sjálfur, eða í einhverju fleiru eins og hugleiðslu, eða hamra járnið í sjálstyrkingunni á meðan það er heitt.

Ég hef í gamni sagt að ég sé „trúboði“ – ekki í hefðbundinni merkingu, en ég er að boða fólki trú á sjálft sig, – og þá er ég auðvitað vakningaprédikari líka, – því ég er að vekja til meðvitundar um fjársjóðinn sem það á innra með SÉR. –

Það er í raun um ákveðna hindranlosun að ræða, þegar fólk segir: „Ég leyfði þessu að gerast“ – „Ég er hætt að loka á tækifærin“ –  „Ég þori núna að …….“  og dýrmætast af öllu er að fólk losar sig við sjálfsniðurrif og dómhörku í eigin garð og annarra.

Ég segi „losar sig við“ – það vaknar alla vega til vitundar  (og þar kemur vakningaprédikunin sterk inn).  um að það þarf að losa sig við og það má losa sig við og hefur máttinn til að gera það.

Við erum sköpuð til að skapa, – hver manneskja er eins og míní-heimur,  og þarf að skapa sinn heim, virkja sinn heim, vera breytingin sem hún vill sjá í heiminum.

„Ég get það“ er því grunnnámskeið í að öðlast trú….. á mátt sinn og megin.

–  Það er t.d. mikið frelsi að geta viðurkennt vanmátt sinn gagnvart veðrinu. (Eins og ég skrifaði um í síðasta pistli).  Sumar aðstæður og fólk er eins og veðrið, því verður ekki breytt.   Í stað þess að eyða mikilli orku í að kvarta og kveina og skamma veðrið (gera það ábyrgt) fyrir okkar líðan.  Þá sleppum við tökunum á því.  Við breytum ekki veðrinu,  nema jú kannski færa okkur úr stað og fara annað.

En ef við búum við íslenskt veður er miklu betra að sætta sig við að það er eitthvað sem við getum ekki breytt, og setja fókusinn á það í okkar lífi sem við GETUM. –

Veðrið getur verið myndlíking fyrir svo margt í þessu.

En s.s. ég hef trú á fólki, – það eru margir sem mega hafa miklu meiri trú á sér. Hafa meiri trú á lífinu.   Það er gott að læra að vinna með lífínu, nýta sér vindinn – mótbyr/meðbyr en ekki láta vindinn eða hið utanaðkomandi stjórna sér. –

Við höfum öll máttinn –  en það þarf hver og ein/n að trúa á eigin mátt og læra að nýta sér hann. –

971218_563124067057884_436886814_n(1)

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s