Elsku þú … þú ert nóg.

Elsku þú, – já þú sem fæddist í þennan heim.  Þú ert verðmæt manneskja.

Þegar þú varst nýfædd/ur varstu bara örfá kíló, – núna ertu miklu fleiri kíló en það stjórnar ekki verðmæti þínu. –

Það er rangt að verðmeta manneskju eftir tölum á vigt. –  Verðmæti manneskju verður heldur ekki metið eftir tölum á einkunnaspjaldi.  Verðmæti manneskju verður ekki metið eftir dugnaði. – Verðmæti manneskju verður ekki metið eftir fjölda barna, eða afrekum eða mistökum barna. –  Verðmæti manneskju verður ekki metið eftir hegðun foreldra/systkina o.s.frv. –

Hver og ein manneskja er einstök – og þú ert einstök manneskja.

Þegar við trúum að við séum verðmæt, og virðum verðmætið þá förum við vel með þá gjöf sem lífið er.  Við þökkum fyrir þessa gjöf. –  Við erum ekki vanþákklát fyrir lífið.

Mörgum er talið trú um að þeir þurfi að vera í ákveðinni þyngd til að vera verðmæt, þurfi að skila ákveðinni einkunn til að vera verðmæt. Nú eða sýna dugnað í verki til að vera verðmæt. –

Þetta getur orðið það íþyngjandi, að við trúum að við  gerum aldrei nóg, eða erum aldrei nóg. –

Elsku þú – þú ert nóg.  Ekki vegna þess að þú gerðir eða sagðir eða  hugsaðir eða keyptir eða varðst eða skapaðir eitthvað sérstakt.  

Heldur vegna þess að þú varst það alltaf! .. 

You-Are-Enough-with-URL-700x466

 

 

 

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s