Á 100 km hraða í ranga átt ….

Ég hlusta gjarnan á Esther Hicks – og fyrirlestrana hennar. –

Það eru margir sem leita til hennar og fá ráð, – og margir sem vilja breytingar í sínu lífi.

Ein af dæmisögunum hennar er um lestina sem er að fara á 100 km hraða í ranga átt, og stundum má líkja því við þá stefnu sem við erum að taka í lífinu. –  Þegar lestarstjórinn áttar sig, eða vaknar upp við að hann er að stefna í ranga átt, þá gerist það ekki á einu augabragði að hann geti breytt frá norðri til suðurs. –  Hann þarf að bremsa, og hægja á lestinni.  Svo stoppar lestin, síðan fer hún af stað hægt en ákveðið og kemst síðan á fulla ferð í rétta átt. –

Það getur verið þolinmæðisvinna að gera stórar breytingar í lífinu. – Þó við finnum ekki strax fyrir þeim, – þá vitum við að við erum að gera rétt,  um leið og við byrjum að bremsa. –

Breytingar krefjast oft þolinmæði og breytingar krefjast þess að við trúum að þær virki. – Það er gott að setja stefnuna. –

Þegar lestin fer í ranga átt, – erum við stöðugt ósátt, leið, pirruð,  reið o.s.frv. –  Það eru fáar stundir sem við upplifum sátt, gleði, ást .. o.s.frv. –   Um leið og við áttum okkur á leiðinni, – hvert við viljum stefna, – og förum að bremsa okkur niður,  förum við að upplifa eins og brot af sátt, gleði, ást …   en stóru skammtarnir koma ekki fyrr en við erum komin af stað í rétta átt. –

Þegar fólk er í sjálfsræktinni, og hugsar „það er ekkert að gerast“ – hjarta mitt er ekki að opnast, – ég er ekki að finna gleðina o.s.frv. –  þá þarf það að gefa sér tíma.  Lestin er að bremsa, – svo stoppar hún og svo fer hún hægt af stað í nýja átt. –

Ég hef lengi sagt að til að breyta þurfum við að taka ákvörðun, – um að vilja breyta. Breytingin er þá hafin um leið og við byrjum að hægja ferðina. –

Við þurfum að gefa okkur tíma, gefa okkur þolinmæði, gefa okkur tækifæri til breytinga. Ef að við finnum ekki breytingar strax, er svo mikil hætta á að við bara segjum, „uss þetta er ekkert að virka“  .. og gefum bara aftur í botn –  í öfuga átt. –

Ímyndaðu þér að þú sért að segja á fullu og hratt – í takt við hljóðið í lestinni:

„Ég get ekki.. ég get ekki…ég get ekki….“  en svo áttaru þig og segir hægar „É g  g e t  e k k i…… é g  g e t  e k k i….  é  g   g  e  t   e  k  k  i …..“  þar til þú stöðvar alveg, dömpar af þessu „ekki“  og byrjar  „É g  g e t …..é g  g e t …. “  … „Ég get…ég get… ég get“ .. og svo ertu komin/n á fulla ferð áfram í rétta átt. –

high-speed-manufacturing

Ein hugrenning um “Á 100 km hraða í ranga átt ….

  1. YNDISLEG GREIN,OG SVO SATT:) TAKK:)

    Þann 9. júlí 2014 kl. 07:46 skrifaði „JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, ráðgjöf,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s