Vanefndir á hjúskapar-eða sambandsáttmála … hvað þá?

„Vilt þú með Guðs hjálp reynast henni/honum trúr/trú, elska hana/hann og virða í hverjum þeim kjörum sem Guð lætur ykkur að höndum bera? .. “

Þessu játa brúðhjón þegar þau eru gefin saman að kristnum sið. –

Heitið er trú – ást – og virðingu, og Guð beðinn um að hjálpa til!..

Hvort sem er um hjúskap að ræða, eða að par velur að eiga í sambandi, þá er kominn einhvers konar samningur.  Formlegur eða óformlegur og á ekki að skipta máli hvort hann er gerður fyrir Guði eða mönnum.

Þetta er samningur byggður á heiðarleika.

Með vanefndum,  jafnvel ítrekuðum í einu eða fleirum af þessum atriðum, er samningur að sjálfsögðu rofinn. –

Það er því sá/sú sem rýfur samninginn  í raun sá eða sú sem er búinn að leggja drög að skilnaði. –   Það er alls ekkert alltaf þannig að sá aðili sem segir upphátt:  „Ég vil skilnað“ – eigi frumkvæði að skilnaði. Það er í raun sá aðili sem virðir ekki samninginn um trúnað – virðingu og ást.

Það er gott að hafa þetta á hreinu, – því að stundum er það þannig að sá/sú sem ákveður að fara, og er í mikilli sorg,  – er spurð/ur,   „af hverju ertu að syrgja, ákváðst þú ekki að fara?“ –   Stundum lifir fólk saman – í trúnaðarbresti, í virðingar-eða ástleysi. – Samningur er brotinn, sambandið er brotið, en fólk situr sem fastast – og oft mjög ósátt,  annað hvort annað eða bæði. –

Það er gott að huga að þessum atriðum sáttmálans.

Ert þú að virða maka þinn?

Ertu heiðarleg/ur gagnvart maka þínum?

Elskar þú maka þinn? –

Heiðarleiki er undirstaða hvers sambands, – heiðarleiki gagnvart sjálfum sér og maka sínum.   Heiðarleikinn er bjargið sem byggja má á, – um leið og hann er ekki til staðar þá er byggt á sandi og það mun óhjákvæmilega fjara undan. –

Sannleikurinn er stundum sár – en aldrei eins sár og lygi.-

Þegar við ljúgum að makanum upplifir makinn höfnun.

Sjálfsblekking og afneitun er líka lygi,   við ljúgum að okkur sjálfum.

Við upplifum við að við séum að hafna okkur sjálfum.

Við þurfum öll að stunda heiðarleika, bæði gagnvart öðrum og okkur sjálfum.

Við eigum öll rétt á heiðarleika í okkar garð og aðrir eiga rétt á heiðarleika frá okkur.

Heiðarleiki krefst hugrekkis.

Hugrekkis, vegna þess að við erum logandi hrædd við hrædd við sársaukann sem við völdum við afhjúpun sannleikann, – en þó sannleikurinn sé sár, er hann frelsandi.

Það eru oft átök að losna úr lygavef kóngulóarinnar. –

web.thumbnail

Ég hef talað um að lífið sé ævintýri, og í ævintýrum er barátta góðs og ills allsráðandi. Eitt af þessu illa eru lygavefir, – sem auðvelt er að flækja sig í, og því meira sem við veltum okkur í vefnum – þess fastari verðum við.  Þess fyrr sem við erum heiðarleg við okkur sjálf og aðra,  því betra.

Sannleikurinn er sverðið sem sker sundur lygaþræðina. –

images

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s