Það „skemmtilega“ verður leiðinlegt þegar við fáum of mikið af því ….

Ef við borðuðum uppáhaldsmatinn okkar á hverjum degi, þá fengjum við eflaust leið á honum.  Ef við værum í Disney World á hverjum degi, værum við eflaust komin með upp í kok. Ef við værum á sólarströnd alla ævi fengjum við nóg af sólinni. –

Af hverju er heimurinn fjölbreytilegur? –  Jú, það er skemmtilegra. –

Þetta er eins og með söguna af fólkinu sem dreymdi um að sigla skútu í Karabíska hafinu, horfa á höfrunga stökkva og baða sig í sjónum.  Hljómar dásamlega ekki satt?

Svo fékk fólkið tækifæri,  – þetta var alveg eins og draumurinn,  fyrsti dagurinn leið, þau lágu á þilfarinu í sólbaði, báru á sig sólarolíu, stungu sér í sjóinn og horfðu á höfrungana stökkva. – Svo kom dagur tvö, þau lágu á þilfarinu í sólbaði, báru á sig sólarolíu, stungu sér í sjóinn og horfðu á höfrungana stökkva. – Svo kom dagur þrjú, þau lágu á þilfarinu í sólbaði, báru á sig sólarolíu, stungu sér í sjóinn og horfðu á höfrungana stökkva.- Svo kom dagur fjögur, þau lágu á þilfarinu í sólbaði, báru á sig sólarolíu, stungu sér í sjóinn og horfðu á höfrungana stökkva, ….. svo kom dagur 21, þau lágu á þilfarinu í sólbaði, báru á sig sólarolíu, stungu sér í sjóinn og horfðu á höfrungana stökkva.

Já, svona leið tíminn, og þau voru farin að láta sig dreyma um svalara loftslag, gamla góða Ísland. –  Það er nefnilega hægt að fá nóg af því „góða“ eða „skemmtilega“ – en það skemmtilega felst oft í tilbreytingunni.  –  Að njóta líka þess sem við erum að gera núna, en ekki vera að óska okkur í burtu.

Svona almennt að hamingjunni, þá skrifaði ég eftirfarandi þegar ég vaknaði í morgun:

Ég sagði við einn átján ára ungling í gær: „þegar þú velur námsgrein í háskóla spyrðu þig: „hvað gerir mig hamingjusaman?“ í stað þess „hvað gefur mesta peninga?“…

Hamingjan innifelur það að lifa lífinu lifandi. Ekki bara að þrauka t.d. á milli utanlandsferða, eða að þrauka hversdaginn á milli helga. Hamingjan er að sjálfsögðu leiðin, en ekki bara ákvörðunarstaður eða staðir. Ekki nóg að vera hamingjusöm ef, eða þegar… þá eyðum við allt of miklu af lífinu í biðröð eftir hamingjunni. Að iðka þakklæti fyrir það sem við höfum núna, veitir okkur aðgengi að gleðinni núna, einhvers konar VIP passa. Að njóta einfaldleikans, að njóta andardráttarins, að njóta núsins. Það þarf ekkert til nema breytta hugsun. En það er hugsanamótandi að iðka þakklæti, svo við erum komin með tæki í hendurnar! 

Tækið er s.s. að iðka þakklæti eða ástunda.  Það er gert með því að meðvitað nota orðið takk meira (takk er töfraorð) og þakka fyrir það sem við eigum og erum nú þegar.

Það sem þú veitir athygli vex.

Við lítum í kringum okkur og sjáum dásemdir, eins og tré, fugla, börn … kannski höfrunga? 🙂 ..

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s