Lagavalið okkar endurspeglar oft hvernig okkur líður ..

En við getum líka endurspeglað lögin .. og þess vegna er spurning hvort að við veljum lagið eða hvort lagið velur okkur? ..

10464194_10152258908253581_6916593358229675453_n

Hver kannast ekki við að fara inn í verslun – og þá hljómar í búðinni lagið „ykkar“ eða lag sem tengist einhverjum mjög tilfinningalegum aðstæðum.  Það minnir á ákveðna persónu, og/eða aðstæður og lagið hrærir upp í tilfinningunum.

Stundum góðum – en stundum erfiðum.

Ég spurði á fésbókarlínunni um daginn um lög sem gerðu fésbókarvini mína „happy“ – og fékk mjög góð viðbrögð. – Tónlist hefur áhrif á tilfinningarnar og á skapið okkar. – Við höfum tilhneygingu, þegar við erum leið að leita að tónlist í samræmi við tilfinningar okkar.

Við vitum flest hvernig lög hafa áhrif og hvaða lög hafa hvaða áhrif.

 

Í ástarsorginni, hlustum við á  „Can´t live with out you“ – „Eða „The Winner takes it all“ – nú eða lög sem „þið“ áttuð saman. –  Í depurðinni leitum við að einhverju dapurlegu. – Svo þegar við erum glöð þá nærum við hamingju okkar með lögum sem gefa okkur hamingju!
Eftirsjá (regret) er ekkert voðalega góð tilfinning, – en þá förum við stundum í nostalgíulögin sem minna okkur á ákveðinn tíma, ákveðna persónu og halda okkur stundum í söknuðinum. –
Lögin eru s.s. orðin okkar túlkun á hvernig okkur líður. Gott og vel, það er nauðsynlegt að finna tilfinningar sínar og fara í gegnum þær. En það er þannig með tilfinningarnar að það er vont að festast í tilfinningum sem eru þannig að við erum í sorg, söknuði, reiði, gremju, eftirsjá o.s.frv. – Þessar tilfinningar hafa sinn tíma, sorgin hefur sinn tíma og gleðin hefur sinn tíma. Ef við erum farin að „næra“ ákveðnar tilfinningar of mikið, með lögum sem viðhalda vondum tilfinningum, þá erum við farin að velja þessar tilfinningar fram yfir gleði, hamingju, vellíðan o.s.frv. –
Í stað þess að bíða eftir að birti, eða að fara að líða betur, – þá er oft gott að fara að velja lögin sem láta okkur líða betur. Þannig að þau velji ekki okkur, heldur við þau.

„Sumum líður best illa“ .. sagði konan .. og svoleiðis fólk myndi þá velja endalausa söngva um depurð og eitthvað sem héldi aftur af vellíðan þeirra, er það ekki? –

Það þarf stundum að koma sér út úr ákveðnum vítahring, – og þá er stundum besta leiðin að fara að velja lögin sem gefa gleðina. – Auðvitað sakar ekki að hlusta á eitt og eitt lag sem kallar fram sorg eða söknuð,  en aðalmálið er að viðhalda ekki viljandi tilfinningum sem eru erfiðar. –  Sum „hamingjulögin“ verða pinku „sorgleg“  – ef að þau eru tengd ákveðnu fólki sem við höfum misst, – lög sem minna okkur á góða tíma með fyrrverandi maka o.s.frv. –   En það eru sem betur fer alltaf að koma fram ný lög, – hress og skemmtileg sem hafa þann eiginleika að manni langar að standa upp, dansa og kannski syngja með. –

Lagið Betra líf með Páli Óskari, er eitt þeirra, hann hefur þennan kost að koma mér í gott skap! 🙂

Eigum góðan dag, og betra líf …

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s