Lissa Rankin er læknir, – en einnig mikil áhugamanneskja um „Mind over Medicine“ og hefur skrifað mikið um það. – Það er s.s. um andlega þáttinn í lækningum. Ég hef fylgst með henni á Facebook og hlustað á nokkra góða fyrirlestra með henni. Í dag (11. júlí 2014) birti hún eftirfarandi (í minni þýðingu):
„Sem læknir, sem hefur oft setið við dánarbeð, get ég staðfest þá staðreynd að hin deyjandi sjá sjaldnast eftir því að hafa ekki haft næga stjórn á lífi sínu. Þau sjá eftir því að hafa ekki tekið meiri áhættur. Þau sjá eftir draumum sem þau fylgdu ekki eftir, ástríðu sem þau létu renna út í sandinn. En enn fremur, sáu þau eftir að hafa ekki opnað hjarta sitt að fullu svo að kærleikurinn flæddi út, eins og úr brotinni kókóshnetu. Þau sáu eftir að hafa ekki tjáð sig meira um ástina, og hvernig þau héldu aftur af sér, íklædd brynju til að vernda sig gegn berskjöldun ástarinnar. Þau sjá eftir að hafa ekki fyrirgefið þeim sem særðu þau. Þau sjá eftir að hafa ekki haft samkennd sem lífsgildi í fyrsta sæti. Og á þessari lokastundu, þegar þau finna sárindin yfir því að hafa látið þörfina fyrir að stjórna leiða þau til að fórna tækifærinu til að elska að fullu, finna þau, í sársaukanum í eftirsjánni, að þau eru þau sem eru í mestri þörf fyrir samkennd.
Vöknum við þetta. Ekki vera ein eða einn af þessum sem deyr með eftirsjá. Ekki láta óttann halda aftur af þér. Það er ekki of seint. Það er enn tími. Þitt er valið. Í stað þess að vera takmörkuð af ótta okkar, getur þú látið hugrakka hluta þinn taka við stjórninni héðan í frá. Þú mátt eiga drauma. Þú hefur það sem til þarf, til að vera ein/einn af þessum, sem uppfyllir sínar ástríður, lætur alla sem þú elskar vita, og að upplifa þessa innri ró sem felst í því að lifir í samræmi við hið sanna sjálf þitt. Þú getur geislað frá þér meðvitund Guðs í mannlegu formi – og elskað alla leið, alltaf, og skilið eftir boðskap hjá hópi fólks. Hjarta þitt er svona umfangsmikið. Hugrekki þitt er svona stórt: Þú hefur enga hugmynd um hversu mikil/l þú ert. Þú getur byrjað nú þegar. Þú hefur innra með þér máttinn til að breyta öllu á augabragði. Í dag getur verið fyrsti dagurinn í restinni af lífinu þínu.