Við þekkjum það flest að fara á námskeið, eða lesa bók – og við erum svo innillega sammála öllu sem þar er sagt og gert og gengur vel, svona rétt á meðan, eða einhverjar vikur jafnvel eftir að við hættum á námskeiðinu eða eftir lesturinn. Það er vegna þess að stundum þarf lengri tíma og stöðugt viðhald til að breyta því gamla forriti sem lengi hefur fengið að stjórna.
Ég ætla að bjóða upp á það sem ég kalla „sínámskeið“ – eða hópavinnu sem mun standa a.m.k. til 1. des 2014. – Það er hópavinna þar sem hist er einu sinni í viku og þátttakendur læra hreinlega hvernig þeir geta farið að skipta um fókus. Frá t.d. kvíða í eftirvæntingu, frá skorti til fullnægju, frá eymd til gleði o.s.frv. – Það er svo margt í okkkar lífi sem er hugarfarslegt. –
Við hefjum starfið strax í ágúst – eða miðvikudag 6. ágúst (lágmark til að hefja grúppu er sex manns).
Morgunhópur 10:30 – 12:00 miðvikudaga.
Eftirmiðdagshópur 17:30 – 19:00 miðvikudaga.
(bæti við hóp ef eftirspurn fer yfir fjölda).
Aðferðafræði er byggð á hópavinnu, speglun, „EFT“, hugleiðslu, tjáningu þátttakenda o.fl.
Markmið er bætt líf og líðan.
Staðsetning (til að byrja með) Framnesvegur 19. 101 Reykjavík.
Greitt er fyrir einn mánuð í senn og er mánaðargjald fyrir einstakling 8000.- krónur, sem er greitt fyrirfram. (Þátttakendur fá þar að auki afslátt af einkaviðtölum).
Skráning eða nánari upplýsingar hjá Jóhönnu í valkostur@gmail.com eða síma 8956119.
Fínt að nota miðvikudaga (miðja viku) til að komast í jafnvægi 🙂 ..
Örstutt um mig:
Jóhanna Magnúsdóttir heiti ég, og er með embættispróf í guðfræði auk kennsluréttinda á framhaldsskólastigi. Ég hef starfað í nokkur ár sem ráðgjafi, leiðbeinandi, fyrirlesari og námskeiðahaldari m.a. hjá Lausninni fjölskyldumiðstöð og í samstarfi við Símenntun Vesturlands og Suðurnesja. Ég hef skrifað marga kílómetra af efni tengt mannlegum tilfinningum, hvatningu og sjálfsrækt og fyrirlestrarnir og námskeiðin eru á þeim nótum einnig. Ég byggi að sjálfsögðu á menntun minni en ekki síður á eigin lífsreynslu og af þekkingu á mannlegum samskiptum sem ég hef ekki síst lært í gegnum samtal og samskipti við fólk.
Það á að vera gaman – saman.
Til þess að það gangi upp, þarf oft að breyta um sjónarhorn. 🙂
Aflæra (hreinsa út) gamalt og læra nýtt.