Ég hef farið nokkrum sinnum með fólk í göngur í Búrfellsgjánna í Heiðmörk, – og við höfum síðan lagst niður á góðum stað á leiðinni og hugleitt í u.þ.b. 20 – 30 mínútur.
Farið er í flestum veðrum, – finnum okkur skjól í hellisskúta ef rignir.
Þetta tekur ca. tvo tíma í heildina.
Næsta ganga er sunnudaginn 17. ágúst kl. 13:00 – 15:00
Þátttökugjald er 1000.- krónur pr. persónu 😉 .. hægt að greiða við komu, eða leggja inn á reikning 0303-26-189 2111617019.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið valkostur@gmail.com
Leiðarlýsing:
Við mætum við vörðu sem á stendur Reykjanesfólkvangur, til þess þarf að keyra veg 410 – t.d. ef komið er fram hjá Vífilsstöðum er það til hægri inn Heiðmörkina, beygt til vinstri inn á Heiðmerkurveg 408, (t. v. ef þú kemur frá Hafnarfirði) keyrir í ca. 5 mín, eða þar til malbik …endar – fljótlega sérðu vörðuna á hægri hönd. Vinstra megin við veginn eru bílastæði, og svo má leggja meðfram veginum. Ég mun mæta ca. 12:50 við vörðuna. – síminn er 895-6119 ef þið þurfið betri leiðsögn.
Það er gott að upplifa það að hugleiða í náttúrunni! ..
Komdu endilega með, þetta gæti líka verið upphaf á einhverju stórkostlegu 😉