Láttu þér líða vel ..

Þessi pistill fjallar um mikilvægi þess að líða vel, á meðan við höfum þann möguleika. Það er margt sem við getum gert til að auka vellíðan okkar.

Hvað ef það mikilvægasta í ÞÍNU lífi væri að líða vel? ..  Hvað ertu að gera til að auka vellíðan þína? –   Í stað þess að hugsa: „Hvað er að láta mér líða illa?“ – hvernig væri að hugsa „Hvað lætur mér líða vel?“ –  Er það ekki þannig að það sem þú veitir athygli vex?  Þú bætir því hugsanaferlið þitt, – leitar uppi eitthvað sem gleður þig,  góða andlega næringu, þess vegna eitthvað fyndið, því hlátur er auðvitað besta meðal við flestu.

Einhvers staðar heyrði ég líka að mælikvarði á góð sambönd væri hversu mikil gleði og hlátur væri í sambandinu! ..

Þegar við bætum hugsun okkar, bætum við líf okkar.

Þegar þú upplifir neikvæðar tilfinningar, ertu að hamla því að líða vel eða fá það góða sem þú átt skilið, þessar hömlur – stela orku þinni.  Þessar hömlur hindra bæði líkamlega og andlega vellíðan og þær takmarka þessa dásamlegu hluti sem vilja vera hluti af lífsreynslu þinni. –  Hvernig væri að brosa við neikvæðu tilfinningunum, klappa þeim og segja þeim að þær fái ekki landvistarleyfi hjá þér, enda eru þær eins og hryðjuverkamenn og við bjóðum þeim ekki svo létt í bæinn eða hvað?   Við getum þó alveg verið góð við þær og sýnt að við séum ekki hrædd.

Óttinn er versti óvinurinn,  það að hræðast gerir okkur veik –

Elskum því meira og óttumst minna.

Já, láttu þér líða vel – veldu hugsanir sem leiða til gleði og aldrei, aldrei, aldrei vera hrædd/ur –  það sem verður …..verður ..

🙂 553867_10202061378169849_1035886343_n

Ein hugrenning um “Láttu þér líða vel ..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s