Uppeldi – í einföldustu mynd ..

Mennirnir eru eins misjafnir og þeir eru margir.  Börn eru misjöfn, og það hafa foreldrar reynt sem eiga e.t.v. nokkrar „útgáfur.“    Vegna þess að þau eru misjöfn, þarf misjafnt uppeldi.  Sum þurfa mjög skýr mörk og mikinn aga, á meðan önnur hafa það næstum meðfætt. –

Börnin sem eru með óskýr mörk, leita eftir þeim hjá foreldrum sínum.  Það er því foreldranna að kenna þeim mörkin.  Óöryggir foreldrar eru oft hræddir við að setja börnum sínum mörk,  því þessi börn eru útsjónarsöm og reyna á. – Það má næstum kalla þetta valdabaráttu.  En í þessari valdabaráttu vinna bæði þegar foreldrarnir eru öryggir og sterkir,  því þá finna börnin það og það er það sem þau eru raunverulega að biðja um þegar þau eru að reyna sig. –

Ef barn suðar og suðar og fær það sem það vill, hafa báðir aðilar tapað.

Barnið er í raun að biðja foreldrið um að kenna sér mörk, en þó það gleðjist e.t.v. á yfirborðinu yfir að ná stjórn á foreldrinu (sem það gerir þegar foreldrið gefst upp) – þá sárnar því innst inni að eiga ekki sterkara foreldri.

Það er kærleiksverk að segja „NEI“ – þegar það er barninu fyrir bestu, svo ekki vera hrædd,  ekki heldur þegar barnið hótar, eða segist ekki elska ykkur því þið gerið ekki eins og það segir.   Barnið á alls ekki að stjórna foreldri.  Það er ávísun á hættuástand.

Foreldrar eru kennarar barna sinna.  Orðið agi er discipline á ensku.  Disciple þýðir síðan lærissveinn eða nemandi.  Kennslan fer fram með aga,  aga sem er á sama plani og ást. –  Barn sem upplifir að því eru sett heilbrigð mörk,  upplifir um leið að foreldrinu sé ekki sama um það, það upplifir ást og öryggi.  Ef mörkin eru ekki sett og foreldri er óstapilt í uppeldinu, eftirgefanlegt og leyfir barninu að stjórna,  þá upplifir barnið óöryggi.
Foreldrarnir eru bjargið í lífi barna sinna. –

Kennum sjálfsöryggi með sjálfsöryggi.

Kennum virðingu með virðingu.

Kennum ást með ást.

images

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s