Þrjár fæðutegundir sem forvörn gegn þunglyndi …

Ég sá pistil eftir konu sem heitir Carolanne Wright,  um þrjár fæðutegundir sem eiga að vinna gegn þunglyndi, eða hafa a.m.k. forvarnargildi. – Ég veit það hafa margir áhuga á slíku, – svo ég ætla að leyfa mér að segja lauslega frá greininni og hafa hana hér með pistlunum mínum, en Carolanne hefur inngang að sínum pistli, þar sem hún talar m.a. um breytta tíma, þar sem  aukið efnahagslegt óöryggi, atvinnu- og húsnæðisleysi sem hafi áhrif á geðslag fólks.

Náttúruleg þungyndislyf eru m.a.:

FISKUR download
Of lítil inntaka  omega-3 fitusýra hefur verið tengd við geðsveiflur eins og þunglyndi.  Við ættum að borða feitan fisk eins og lax, silung, sardínur og makríl. Hún vitnar þarna í  „Everyday Health“  um að japanskir rannsakendur hafi komist að því að það að borða mikinn fisk væri forvörn gegn þunglyndi og þá um leið gegn sjálfsvígshugsunum.    Finnsk rannsókn hafi sömu niðurstöður, – þ.e.a.s. eftir að hafa kannað mataræði hjá 1.767 íbúum, væri niðurstaðan að það að borða fisk oftar en tvisvar í viku, hefði það forvarnargildi gegn þunglyndi og sjálfsvígshugsunum.  Ef við erum að sleppa því að borða fisk  (eða erum algjörlega á grænmetisfæði), getum við fundið uppsprettu omega-3 m.a.  í valhnetum, graskers- flax – og chiafræjum.
TURMERIK download (3)
Turmerik er næsta sem hún nefnir, og kemur það ekki á óvart, enda mikið rætt um það hér á landi.  Hún bendir á grein þar sem stendur: „Turmeric is superior to Prozac in treating depression.“   S.s. að turmerik sé betra en lyfið prozac til að vinna gegn þunglyndi!   Þar bendir hún á rannsókn í  „Phytotherapy Research“  sem sýni að  efnið curcumin sem sé i turmerik hafi þessi góðu áhrif sem öruggt lyf sem geti virkað gegn alvarlegu þunglyndi.  Þar hefur hún eftir „GreenMed“ að „hiðarverkanir“ séu að margt annað lagist en þunglyndið 🙂
Gott sé að blanda við turmeric örlitlu af ógeisluðum (vissi ekki að hann væri geislaður) svörtum pipar,  sem auðveldar upptöku turmeriks í líkamanum. Óhætt sé að taka allt að 8 grömmum af trurmerik á dag.

GRÆNT TE download (4)

Grænt te er þarna með í þessari þrenningu, – en margir drekka grænt te fyrir líkamann, en það er víst ekki síður jákvætt fyrir andann.  Þar liggi leyndarmálið í L-theanine – sem er náttúrleg aminósýra sem skýri hugsun og um leið minnki kvíða og þunglyndi. Hún nefnir að japanskir búddistamunkar hafi getað stundað hugleiðslu tímunum saman,  algjörlega afslappaðir en um leið með skýra hugsun.  Vitnar hún þar í Mark Blumenthal, frá „American Botanical Council.“ 

Það sem þessar ofangreindu fæðutegundir eigi sameiginlegt – er að þær eru allar bólgueyðandi.  Það sé ljóst að þegar jafnvel aðeins smábólga er viðvarandi, aukist líkur á þunglyndi töluvert.  Það sé alltaf best að vinna við orsakir bólgunnar í stað þess að ráðast á afleiðingar.  En þar til orsök bólgu er fundin, geti feitur fiskur, turmerik og grænt te unnið gegn henni og komið jafnvægi á geðslagið.

Það er mikilvægt að huga að því sem við erum að taka inn, – hvort sem það er matarkyns eða hin andlega næring.  Ef við hlustum á líkamann þá finnum við nú fljótt hvað passar okkur.  Ef við erum t.d. komin með útþandan maga eftir pizza-át,  þá er líkaminn að segja okkur eitthvað, er það ekki? –

Líka ef við förum að finna til, t.d. við að borða djúpsteikt eða grillmat.  Á sama máta má spyrja sig, hvernig okkur líður á sálinni eftir t.d. að lesa mikið af óvönduðum athugasemdum á fréttamiðlum og skítkast.  Fólk áttar sig oft ekki á því að öll næring endurspeglast í okkur sjálfum, hvort sem hún er andleg eða líkamleg.  Það sést á líkama okkar t.d. ef við borðum of mikið, – og það sést líka á okkur ef við liggjum í andlegu „sukki.“ –   Þess vegna þurfum við að vera meðvituð um næringuna okkar. –

Að lokum; ég tek fram að þessi pistill er bara „spekúlasjón“ ekki með læknastimpli og ítreka að hver og einn einstaklingur þarf að finna út fyriir sig, hvað hentar, því við erum svo sannarlega ekki öll eins, þó við séum mjög lík og öll af sama meiði!

Munum svo að lifa lífinu lifandi á meðan við höfum líf! .. ❤ 

Pæling: Carolanne er með þessum pistli að tala um fæðutegundir – sem eru efnislegar, – til inntöku, – en byrjar pistil sinn með að segja að ástæður fyrir vanlíðan séu andlegar, atvinnuleysi – fjárhagslegt óöryggi o.fl. –    Þá má spyrja sig hvort að þetta virki ekki í báðar áttir, þ.e.a.s. að líkamlegir kvillar læknist með góðri andlegri næringu? –  🙂

Auðvitað vinna líkaminn og sálin saman. –

Kíkið endilega á skemmtileg námskeið sem eru á döfinni, hér á síðunni, en þau má öll finna undir flipanum Á DÖFINNI.   🙂

(Hér er hlekkur á pistil Carolanne, svo maður geti nú heimildar!)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s