Hvort þarftu knús eða köku? ….

Þegar ég fór að kynna mér það sem kallað er „emotional eating“ fór ég að veita því athygli hvernig við kennum börnum að nota mat til að mæta tilfinningum sínum. –

Ég horfði upp á ergilega strákinn, – sem var eitthvað reiður og mamman sagði: „Hérna, fáðu kókómjólk“ –   og hann róaðist.   Ég veit ekki hvort hann var svangur eða þyrstur, en hann var a.m.k. nógu gamall til að segja frá því. –

Svo var það einn daginn,  að sonur minn kom með sonardótturina í pössun, – hún var aðeins tæplega tveggja ára, – hún var nýkomin til pabba frá mömmu, en hann þurfti að bregða sér frá svo amma ætlaði að gæta dömunnar stutta stund.  Hún var og er alltaf sátt við að koma til ömmu, það er ekki vandamál, en þarna var hún leið að kveðja pabba,  því það var svo stutt síðan hún kom til hans. – Ég tók hana í fangið þar sem hún grét og kallaði á eftir pabba sínum, – og fyrsta hugsun var:

„KEX!“  .. ég gef henni kex, – en sem betur fer var ég orðin meðvituð um hvernig við kennum tilfinningát – og ég vissi að hún var ekki að gráta vegna hungurs, – svo ég hélt henni þétt að mér og sagði „amma passar þig, pabbi kemur bráðum aftur“ og við horfðum út um gluggann á skýin og himininn.   Hún hætti að gráta. –

Hún þurfti ekki kex eða köku, hún þurfti bara knús. –

Hvað með okkur,  þegar við eldumst? –

Oft þegar við leitum í kexið, nammið, sætindi, eða hvað það er sem „róar“ okkur, er það það sem við virkilega þörfnumst? –

Ef við höfum ekki einhvern til að knúsa,  þá munum við eftir að það er til eitthvað sem heitir „andlegt knús“ –  við getum talað fallega til okkar sjálfra, við getum fengið okkur góða andlega næringu í fallegu lagi, sem er sungið til okkar sjálfra. –

Ég var að lesa í Kvennablaðinu um offitu barna og unglinga, og það er visst ofbeldi að næra börnin á mat sem þau hafa ekki gott af, og eru svo kannski alla ævi að glíma við heilsufarsvandamál tengd röngu mataræði. –

Pælum aðeins í því hvað það er að vera góð,  líka ömmur og afar.  Börnum þykja ávextir góðir, – og flestum börnum þykir líka bara gaman að fara á róló, teikna, skoða skýin og himininn.   Það er hægt að vera góð við börn á svo marga vegu.

Knús – er best! 🙂

Hér er vísun í greinina í Kvennablaðinu.

Hér er svo ömmuskottan, sem er orðin fjögurra ára. –  Ég ákvað þegar að pabbi hennar fæddist, að hann fengi reyklaust heimili, ég þótti „dóni“ að biðja fólk um að reykja úti.  Nú vil ég vera meðvituð amma, sem huggar ekki með mat eða sælgæti, heldur því sem börnin raunverulega þarfnast,  umhyggju, gleði ,samveru, leik, tíma og knúsi.

image

Ein hugrenning um “Hvort þarftu knús eða köku? ….

  1. flott grein takk

    Þann 10. ágúst 2014 kl. 17:27 skrifaði „JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, ráðgjöf,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s