Stundum erum við sterkust þegar við „sleppum“ …

“Some people think it’s holding tight that makes one strong, but sometimes, it’s letting go.” ~Unknown

Ég rakst á þessa tilvitnun, í netheimum.  Svo sannarlega er það oft sem við þurfum að vera þrautseig og jafnvel þrjósk, – en þegar það að halda fast í eitthvað gerir það að verkum að við erum farin að halda sjálfum okkur, eða geði okkar í lægð – þá er tími til að sleppa. –

Stundum þurfum við að sleppa tökum á fólki sem heldur okkur niðri,- eða á haus – tilfinningalega. –  Í einhverjum tilvikum er þetta fólk fortíðarinnar, – Það getur verið fólkið sem við fáum á heilann, – í þeim skilningi að það fær að vera þar og hugmyndir þeirra um okkur, sem við höfum jafnvel gert að okkar. –   Það getur verið móðir, faðir, frænka, fyrrverandi maki eða vinnufélagi, eða hver sem er. –

Svo er það fólk nútímans, þau sem við umgöngumst dags daglega. Þau sem taka orkuna okkar,  þau sem stjórna okkur eins og strengjabrúðum.

Við eigum að geta gengið sjálf – og tekið ákvarðanir sjálf – án strengjanna,  svo það er alveg óhætt að klippa á þá.

Það er sjálfsagt að reiða sig á náunga sinn, – ekki verða yfirmáta óháð, sem þýðir að biðja aldrei um hjálp eða vilja aldrei þiggja neiitt frá neinum. – Það er til „of“ í því eins og öllu öðru.

Alls staðar birtist „gullni meðalvegurinn“ –  það er því ekkert slæmt að þurfa stundum að reiða sig á annað fólk, – ef það verður ekki „of.“

Við höfum öll þörf fyriir umhyggju annarrra, virðingu, hvatningu og stuðning. Þegar við getum þegið þennan stuðning frá öðrum, og nært sálina með honum,  er það vottur um heilbrigði. –  Við þiggjum heiibrigða næringu úr samböndum og samskiptum við annað fólk.

Flæði þar sem við gefum og okkur er gefið er iðkað í heilbrigðum samböndum..  Sambönd tveggja sem gefa, án þess þó að vera stöðugt að meta eða metast um hvor gefur meira. –  Það er ekki gefið í þeim tilgangi að fá til baka, – heldur vegna ánægjunnar að gefa, og það gildir um báða aðila.

Hættumörkin liggja þegar við förum að verða of háð öðrum aðila hvað þessa næringu varðar, –  næringin getur verið í formi gleði, ástar, hvatningar o.s.frv. Við þurfum nefnilega að sinna okkur líka sjálf.  Taka næringuna úr eigin uppsprettu.

Það þýðir að við getum verið glöð, óháð hvort makinn er glaður.  Okkar gleði má ekki vera háð hans gleði. –  Það þýðir líka að okkur þarf að líka við okkur sjálf, óháð hvað öðrum finnst. Álit annarra á ekki að skilgreina hver við erum. –

Ef að Gunna segir þér að henni finnist þú stórkostleg manneskja byrjar þú að brosa og dansa og fylist gleði.   Svo kemur Anna og segir að þú sért ömurleg manneskja og þá hniprar þú þig saman og fyllist leiða.

Þá erum við orðnar tilfinningalegar strengjabrúður, og algjörlega háð áliti annarra.

Við förum að vera „á þörfinni“ fyriir viðurkenningu svo við getum  „fúnkarað.“  Þegar við förum í þetta þarfaástand,  förum við í hlutverk.   Við förum í hlutverk þóknarans eða geðjarans, því við erum á þörfinni fyrir jákvæðar strokur og viðurkenningu.  Við það verðum við óheiðarleg, – við förum að leika leikrit, og festumst jafnvel í lygaflækju. –  Við upplifum okkur ósönn, ekki vegna þess að öðrum þykir ekki vænt um okkur, heldur vegna þess að við getum ekki verið við sjálf.

Ef við erum ekki nógu góð sem „við sjálf“ fyrir einhverja í kringum okkur,  er það í raun  þeirra vandamál. –  Ekki okkar.   Ef við þurfum að standa á haus til að þóknast einhverjum erum við að sjálfsögðu í vondum málum, því við getum ekki endalaust staðið á haus, og aldrei nógu lengi til að geðjast sumum.    Þess vegna komum við alltaf til með að valda viðkomandi vonbrigðum. 

En hvernig forðum við okkur sjálfum frá því að valda okkur vonbrigðum? –  Hvernig væri að hinkra við – og hlusta á sína eigin rödd? –  Þína eigin visku? –  eða rödd þíns innra barn sem vill þér bara það besta. –  Það eru viðvörunarbjöllurnar sem hringja,  þegar við innst inni vitum að hlutirnir eða samskiptin eru ekki heilbrigð eða heiðarleg.   En merkilegt hvað við erum stundum fljót að þagga niður í þessum bjöllum. –  Stundum heyrum við ekki í þeim, því að sá eða sú sem við erum í samskiptum við, eða hefur tekið sér búsetu í höfðinu á okkur,  hefur hærra en bjöllurnar, –   Við þurfum þá að segja upp þessum leigjanda, sem ekki borgar leigu, –  og ef þetta er einhver sem við búum með, svona raunverulega, er gott að fara tímabundið í burtu, ein/n – fá fjarlægð til að hlusta á sjálfan sig.

Þegar við búum of náið, verðum við oft samdauna ástandinu, –  svipað og við værum í skötuveislu.  Við venjumst fljótt lyktinni. –  En ef við förum í burtu, förum í sturtu og komum svo aftur heim, – fer hún ekki á milli mála.  Nú ef að það tekur viið þægilegur ilmur við heimkomuna, – andrúmsloftið er hreint og yndislegt, þá er það bara hið besta mál! ..

Miklu skiptir að rækta ástina innra með okkur sjálfum, – að veita okkur sjálfum athyglina sem við þráum frá öðrum, – veita okkur sjálfum viðurkenninguna, hvatninguna, hrósið o.s.frv. –   Það hjálpar að vera sinn eigin besti vinur eða vinkona.  Þú þarft ekki að þóknast þér eða geðjast þér, eða standa á haus til að gera það, –  þú þarft bara að vera þú sjálf/ur. –

Hvað átt þú skilið?  Þú átt skilð að taka frá tíma til að sættast við þig.  Eins og þú ert núna með kostum og „göllum.“ –  Ekki ætlast til af þér að þú sért fullkomnari en annað fólk.  Viðurkenndu þig, því þú þarft fyrst og fremst á eigin viðurkenningu að halda. –  Þá hefur þú minni þörf fyriir viðurkenningu annarra og þess ólíklegri til að verða strengjabrúða.  Þú átt skiið að taka frá tíma, tíma til að veita þér athygli, umhyggju, viðurkenningu, heiðarleika og þína eigin vináttu.

Þegar þú átt vináttu þína, er auðveldara að gefa öðrum.  Gefa án þess að vera sífellt að hugsa: „Hvað fæ ég til baka?“ –   Gefa skilyrðislaust, því þú ert ekki „á þörfinni“…   eða „needy“ –    Andstæða þess er fullnægja, – og við gefum af gnægð okkar, – en gefum ekki til að fá.

Þegar við gefum til að fá, þá er það eins og amma sem gefur barnabarni sem er þegar búið að fá of mikinn sykur,  nammi –  til að barnið segi við ömmuna: „ég elska þig amma“..   Amma sem er ánægð, og glöð, þarf ekki að kaupa sér ást barnabarns síns. –

Það er líka rangt að gera barnabarn að einhvers konar „puppet master“ – eða láta það stjórna sér, nú eða barn eða maka. –

Við eigum ekki að þurfa að standa á haus til að geðjast eða þóknast  –  við eigum alls ekki að gera það, en ef það er fólk í kringum okkur sem krefst þess,  þá verðum við að sleppa, —  þar liggur styrkleikinn, og við stöndum sterk á tveimur fótum.   Ef fólki líkar ekki við okkur í réttstöðu, er það þeirra vandamál. 🙂

standing_on_head

Ein hugrenning um “Stundum erum við sterkust þegar við „sleppum“ …

  1. good reading I can relate,i used to be like that,thank you

    Þann 14. ágúst 2014 kl. 07:33 skrifaði „JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, ráðgjöf,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s