Ekki gera ytri hindranir að innri hindrunum….

Hér ætla ég aðeins að skoða muninn á því sem ég kalla „hið innra“ – og „hið ytra“ .. 

  • innra verðmæti – ytra verðmæti
  • innri markmið – ytri markmið
  • innri hindranir – ytri hindranir

Mörkin þarna á milli geta verið óskýr, sérstaklega ef við leyfum öðrum að ákveða þau, – þ.e.a.s.  hið ytra verður hið innra. –

Innra verðmæti – þýðir okkar skilyrðislausa verðmæti, – án allra merkimiða (stétt, staða, menntun, hjúskaparstaða, útlit, eignir o.s.frv).  Það er það sem varir, –  breytist aldrei.  Við fæðumst verðmæt og við deyjum verðmæt og það breytiist ekkert – þetta innra verðmæti alla æfi. Það er líka það sem við erum,  við erum verðmæt, yndisleg, dásamleg .. alltaf og um eilífð, alveg eins og hinn nýfæddi hvítvoðungur! ..

 Innri markmið –  þýðir hverju við viljum ná tilfinningalega, – eins og sátt, gleði, frið, ást o.s.frv. –  eitthvað sem hægt er að eiga fyrir sig. Þetta er okkar eigin uppspretta ástar, friðar, gleði, – ekki eitthvað sem við fáum frá öðrum, þó að annað fólk geti vissulega ýtt á eða hjálpað okkur við að muna eftir allri þessari innri dásemd. –   Þetta er okkar fjársjóður, – en oft erfitt að muna eftir honum eða skynja.  Markmiðið er að tengjast þessari innri uppsprettu, – þá verðum við minna þurfandi fyrir eitthað frá öðrum, eða einhverju utanaðkomandi til að gera okkur glöð, friðsæl eða ástfangin. –  VIð upplifum innri frið, gleði og ást!   Ytri markmiið eru öðruvísi, þau felast í að ná árangri t.d. að fá diplómur í skóla, eignast maka, eignir, börn o.s.frv. –

Innri hindranir –  það er þegar við erum sjálf að trufla okkur, – „hver þykist ég vera?“ –  „ég á ekkert skilið að allt gangi upp hjá mér“ –  „týpískt að ég sé óheppin/n“ .. –  Það eru þessar hugsanir, þar sem við ákveðum t.d. að við eigum ekki allt gott skilið, eða að við séum óheppin, eða að við séum ótrúlega léleg í einhverju. – Við erum eins og galdrakellingar-eða karlar með töfrasprota,  og leggjum álög á okkur sjálf og erum fyrir okkur sjálfum í farsældinni. – (Ekki skrítið ef við höfum verið alin upp með þau skilaboð að við séum t.d. alls ekki nógu dugleg, góð, mjó – eða hvað það nú er). –   Stundum erum við vel stemmd, munum eftir eigin yndisleika, munum að við eigum uppsprettu og munum að við megum láta drauma okkar rætast, –  þá hittum við kannski einhvern (ytri aðila) og förum að segja frá vonum og væntingum og við höfum sjálf trú á því sem við ætlum að gera, – þá segir þessi ytri aðili:  „Er þetta nú ekki full miki bjartsýni?“ – eða „Þykist þú nú geta þetta?“ –    Ef að við tökum þennan aðila nærri okkur, inn í okkar eigið,  þá verða orð hans okkar, við „samþykkjum“ þau og drögum til baka. Hindranirnar sem komu að utan hrannast nú upp í okkur, – og við sprengjum drauminn. –

Ef við höfum sterkt sjálf, – sjálfstraust, – þá gerum við ekki þessa ytri rödd að okkar innri. – Þá áttum við okkur á að viðkomandi er að draga úr okkur af einhverri af eftirfarandi ástæðum:

  • Honum/henni þykir vænt um okkur og er hræddur við að sjá okkur mistakast og særast af þeim orsökum, –  það er ákveðinn þroskaþjófnaður falinn í því að stöðva fólk sem langar að fylgja eftir draumum sínum og hugmyndum, – af hverju ekki að leyfa þeim að prófa? – Leyfa því sjálfu að læra af mistökum sínum? – Nú, eða kannski gengur draumurinn bara upp, sem hann gerir frekar ef viðkomandi hefur trú á honum alla leið og hann þarf ekki að sitja uppi með úrtöluraddir. –
  • Hún/hann öfundar okkur – og þorir ekki sjálfur að fylgja sinni ástríðu. Þetta er aðilinn sem er alltaf „on the safe side“ –  bátur þeirra siglir aldrei úr höfn. En eins og ég hef áður skrifað, þá er báturinn öruggastur í höfninni, eða fjörunni – en það er ekki tilgangur bátsins. –  (Tilvitnun frá Paulo Coehlo).

Við þurfum s.s. að pasa að gera ekki ytri úrtöluraddir að okkar innri úrtölurödd, þess vegna tala ég um að passa mörkin milli ytri og innri. –  Við þurfum líka að passa það að fara ekkii að meta verðmæti sálar okkar eftir hinu ytra, eftir upphæð á bankabók, tölu á vigt, hversu margar hrukkur við erum með eða ör, eftir hvernig maki okkar er, eða makaleysi, börnum eða barnleysi. –  Hið innra verðmæti er óbreytanlegt. –  Þá eru eftir hin innri markmið – eða okkar innri friður, gleði og ást, – það bara ER þarna í uppsprettunni, – og við þurfum bara að kalla það fram, – með hugsun okkar.

Allt þetta finnum við best í kyrrðinni með okkur sjálfum, – þegar við erum ekki trufluð af hinu ytra, – en þegar við höfum náð æðruleysinu, þá er það eins og að ganga vel dúðuð í storminum, –  við lyftum andlitinu að regninu og brosum við því, við föðmum storminn og breiðum jafnvel hlæjandi út hendurnar eins og við ætlum að hefja okkur til flugs.   Við höfum valdið – en ekki hann. –

Það sama á við um fólkið í kringum okkur, – ekki láta það feykja okkur eða draumum okkar um koll. –

Við klæðum okkur eftir veðri og vindum. Dúnúlpan er þá t.d.  tákn fyrir andegan styrk, og þennan andlega styrk – „sixpack á sálina“ kalla ég það stundum, fáum við helst með að stunda hugrækt, eins og sumt fólk fær „sixpack“ á magavöðvana við líkamsrækt.

Það þarf að iðka og ástunda til að rækta, – hugsa inn á við, – rifja upp hver við erum í að hugleiða, tengjast náttúrunni, því við erum náttúra, – tengjast dýrum, því við erum dýr, – tengjast börnum, því við erum börn, – tengjast öðru fólki, því við erum fólk,   en fyrst og fremst og mikilvægast af öllu AÐ TENGJAST OKKUR SJÁLFUM, ÞVÍ VIÐ ERUM  ………… 

Elska sig nógu mikið og treysta – leyfa okkur að sigla úti á sjó, taka áhættuna á að lifa.  Líka draumana. 

Það er gott, í öllu þessu að muna – að í draumunum geta falist alls konar ytri markmið, að ná í „draumastarf“ – „draumamaka“ – fara í „draumaferð“ o.s.frv. –    Ef það gengur ekki upp, – þá er gott að vera sterk/ur hið innra, –  haf mikið af innri gleði, frið og ást, – því þá gerir ekki svo mikið til þó að við náum ekki þessum ytri markmiðum, – það feykir okkur ekki um koll, – a.m.k. ekki nema tímabundið. –   Þegar við höfum okkur sjálf, er minna að missa og minna að óttast.  Þegar við fylgjum okkar eigin ástríðu í okkar eigin samfylgd og stuðningi, – þá er óþarfi að hafa áhyggjur, það sem verður það verður, og við stöndum alltaf með okkur sem okkar besti vinur, í blíðu sem stríðu. – 

e0510150ffb51b8bb164bc2d078dc77e

Ein hugrenning um “Ekki gera ytri hindranir að innri hindrunum….

  1. thank you so much.

    Þann 15. ágúst 2014 kl. 09:02 skrifaði „JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, ráðgjöf,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s