„Mér fannst hún svo fullkomin en svo komst ég að því að hún var tví-fráskilin!“

„Mér fannst hún svo fullkomin, en svo komst ég að því að hún vara tví-fráskilin.“

Ég heyrði þessa setningu um daginn, – og varð hugsi. –

Hvað er að vera fullkomin, hvað sambönd varðar? –  Er það að giftast tvítug/ur og vera í hjónabandinu út ævina? –    Auðvitað ekki, – en það er kannski oft undirliggjandi hugsun, að þeir eða þær sem eigi marga félaga í gegnum ævina sé ófullkomnara fólk, en þeir eða þær sem halda sig við sama makann? –

Fólk á það til að dæma sig hart, og það dæmir sig eftir því hvernig það heldur að samfélagið muni líta á það: „Æ, svo er ég orðin einstæð móðir með þrjú börn, – en áður „virðuleg“ eiginkona.“ –   Fólk hugsar svona ennþá, og líka að það sé „fullkomnara“ eða betra ef það þraukar samband,  jafnvel þó sambandið sé vont, eða bara óheiðarlegt samband. –  Óheiðarlegt samband er samband þar sem allt er látið líta út fyrir að vera gott og glatt, en er í raun vont samband og oft bara ömurlegt í sumum tilvikum. 

Ég segi að það sé eins og falsað málverk í fallegum ramma. –

Það sem skipir máli er að elska, vera heiðarleg við sjálfa/n sig og aðra. – Það sem skiptir máli er miklu frekar að VERA en að SÝNAST.

Þegar við erum að sýnast, þá erum við ósönn. 

Kannski var umrædd kona, – sem rætt var um í upphafi pistils bara nokkuð fullkomin, – fullkomin að því leyti að hún kom að fullu til sjálfrar sín.   (Ég held að hann Guðni Gunnarsson eigi þessa skilgreiningu). –

Það er ekki skömm að skilja,  og láta hjónaband eða samband ganga á yfirborði, þegar undir niðri hlutirnir eru ekki í lagi. –   Það er margt sem þarf að ganga upp í sambandi, fólk þarf að vera í takt á svo mörgum sviðum, – en fyrst og fremst heiðarleg – og svo má auðvitað vera skemmtilegt. –

Lífið er til þess að njóta – „enJOY“ –   Ef að annar aðili í sambandi getur ekki notið þess að lifa, – er í lífsflótta, t.d. ástundar fíknihegðun, – þá er hann í raun að flýja bæði sjálfan sig og maka sinn. –   Stundum eru báðir aðilar bara í engu standi til að rækta sambandið og sambandið bara visnar upp þegar það ekki er ræktað, – auðvitað.

Eitt af því sem fólk þarf að komast yfir eftir skilnað er sjálfsálitið og almenningsálitið.  Hvernig það lítur á sjálft sig.  Stundum er það fast í skömm yfir hvernig makinn kom fram, stundum er það fast í reiði við maka sem kunni ekki að meta það. – Stundum er það fast í reiði út í sig sjálft.   Það er svo margt sem kemur upp. –

Það er nógu erfitt að vera að skilja, kveðja drauminn um hamingjusamt ævikvöld, e.t.v. með hóp sameiginlegra barna og barnabarna,  svo að ekki komi viðbót að vera í einhverri sjálfsfordæmingu yfir hjúskaparstöðunni „fráskilin/n“  .. eða „tví- eða þrífráskilinn.“ –   Í sumum tilfellum er það nú bara hetjuskapur að koma sér út úr vondum samböndum, –  svo staðan er aldrei til að skammast sín fyrir, sú staða að hafa ekki þraukað samband sem var e.t.v. ekki nærandi. –    Það er ekki heldur neitt til að skammast sín fyrir ef makinn flúði í annað fang,  það er vandi eða flótti makans en ekki þess sem mætir trúnaðarbrestinum. –

Það er í mörg horn að lita, og það þarf tvo til að skilja, það er víst. –   Ég held að það sé í fæstum tilvikum þannig að annar aðilinn sé alveg „meðetta“ og hinn ómögulegur í sambandinu, –  en það versta er – ef vantar heilindin.  Sannleikurinn er alltaf bestur, – heiðarleikinn gagnvart sjálfum sér og maka sínum.   Sannleikurinn getur verið sár,  en það er auðveldara að lifa með sjálfum sér ef við erum heiðarleg.

Hættum þessu tali um að vera fullkomin, – svona skv. gömlu skilgreiningunni,  það eru óraunhæfar væntingar sem engin/n getur staðist og við völdum þá sjálfum okkur sífelldum vonbrigðum. –

„GIVE US A BREAK ..  „

Ég leyfi mér að minna á námskeiðið laugardaginn 23. ágúst nk.  „Sátt eftir skilnað“ – en nú þegar eru fjimm konur bókaðar, en pláss fyrir ca. 12.   Einnig er ég farin að safna á biðlista fyrir karlanámskeið,  sem verður væntanlega í október/nóvember.

Það er alltaf betra að lifa í sáttinni.

what-is-real4

Lifa í lukku en ekki krukku.

3 hugrenningar um “„Mér fannst hún svo fullkomin en svo komst ég að því að hún var tví-fráskilin!“

  1. Fannst hún svo fullkomin … en var svo tví fráskiln …. námskeið sem hljómar pínu spennandi.
    En mig langar að forvitnast hvar þetta er haldið og hvað það kostar. ?
    kær kv.

  2. Sæl Ásta Lóa, ef þú smellir á nafn námskeiðisins í pistilinum – koma þar fram allar upplýsingar. Næsta námskeið er 23. ágúst – eða næsta laugardag, það er haldið á Kölllunarklettsvegi 1, – í húsnæði merkt HEILSUKLETTUR, – á 3. hæð. Námskeiðið kostar 19.900.- Dagur frá 9:00 -15:00 og svo 4 x 90 mín fundir á eftir. – Ég hef boðið afslátt ef námskeiðið er greitt fyrirfram, – eða í þessu tilfelli fyrir 19. ágúst. – Nánari upplýsingar og skránng á valkostur@gmail.com eða 8956119. – Kær kv. Jóhanna

  3. very good,thank you.

    Þann 15. ágúst 2014 kl. 18:52 skrifaði „JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, ráðgjöf,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s