Við eyðum lífi … og berjumst við að skapa líf …
VIð skemmum heilsu … og berjumst við að halda heilsu …
Við óskum okkur dauða .. og óskum okkur lífs …
Við vinnum á móti lífi … og með lífi
Við berum ábyrgð á einu lífi, – fyrst og fremst, – það er okkar eigið líf.
Hvað erum við að gera til að gera það að góðu lífi? – Erum við að taka ábyrgð á barninu sem fæddist fyrir 20 – 30 – 40 – 50 o.s.frv. árum? –
Barnið var dásamlegt þegar það fæddist, – hefur það eitthvað breyst og hvað ætti að breyta því. Er dásamleikinn ekki varanlegur?
Ef ekki, af hverju ekki? – Hver á að passa upp á barnið? – Sinna því, elska það, virða – byggja það upp? –
Þetta barn er innra með hverju okkar, – okkar rödd sem vill okkur einungiis vel og llýgur aldrei að okkur. Segir okkur stundum óþægilegan sannleika, eins og: „Það er vont fyrir lungun þín að reykja“ – „Ef þú borðar of mikið af sykri þá nærir þú veiku frumurnar þínar“ – „Ef þú setur ekki mörk, ertu að óvirða mig“ – „Ef þú veitir mér ekki athygli, ertu að hunsa mig.“ – o.s.frv. –
Þegar þessu barni er ekki sinnt, við tökum ekki ábyrgð á því og elskum það, – upplifir það höfnun. Sjálfshöfnun er vond tilfinning og hún er innra með okkur.
Hún er skyld skömminni, – því við skömmumst okkar fyrir sinnuleysið, fyrir afneitunina, – Við erum óheiðarleg við okkur sjálf, því við VITUM, – hvað er best fyrir okkur, en látum þessa visku sem vind um eyrun þjóta. –
Viskan veit hvað er best, – og viskan er okkar innra barn.
Þegar við hlustum á barnið – á viskuna – þá segir hún okkur að við eigum að gera það sem er best fyrir okkur, gleði okkar, hamingju og heilsu. Andlega sem líkamlega. – Þannig erum við að gera okkar besta, og þannig erum við besta eintakið af okkur sjálfum.
Með þetta í huga, er einhvern veginn auðveldara að standa upp þegar við föllum, því við erum að bjarga barni – elska barn og bera ábyrgð á því.
Við vijum að barnið lifi sínu lífi lifandi. – við eigum oft auðveldara með að elska barn, hugsa um barn – en okkur sjálf. –
En hvað hefur breyst?
Hvað á barnið sem fæddist ___________________ (dagurinn sem þú fæddist) skilið? –
Ef þú virðir það ekki, elskar, virðir .. .styður það, – hver á þá að gera það?
Hver á að elska það?
true,thank you.
Þann 17. ágúst 2014 kl. 08:52 skrifaði „JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, ráðgjöf,
Mikið er þetta satt og rétt…ef maður hlúir ekki að sjálfum sér, já litla barninu í okkur, hver gerir það þá ? Ég held að ef við gerum það ekki þá erum við svo opin fyrir „vondum öflum“ ….þ.e.a.s. fólk á greiðan aðgang að okkur, misnotkun, niðurlægingu, virðingaleysi ……o.fl. álíka og þá oftast af maka ! Að gleyma sjálfum sér og þóknast öllum öðrum er Stórhættulegt og ekki víst að maður geti svo fundið barnið aftur til að hlúa að því 😥 Takk fyrir þetta kæra Jóhanna, opnar augu mín ❤️