Ertu misnotkun? – Ertu sjúkdómur? – Ertu missir? .. Ertu sársauki þinn?

Enn langar mig að fjalla um sjálfsmynd. –  Titillinn ber stórar spurningar, –   en ég er að spyrja hvort  við séum að samsama okkur, eða byggja sjálfsmynd okkar um of á því sem hefur gerst í lífi okkar, áföllum og heilsu.

„Ég ER fórnarlamb misnotkunar“ –  „Ég ER sjúklingur“ – „Ég ER sú/sá  sem missti“ – „Ég ER særð“ ..  svo má halda áfram „Ég ER sá/sú sem var lögð í einelti“ ..

Ég veit að þetta er svona „matter of speaking“ – eða svona er tungumálið, en sumt fólk les meira inn í þetta og sjálfsmynd þeirra fer að byggjast á þessu, svipað og ég myndi segja „Ég ER guðfræðingur“  –  sem er kórrétt, en það að ég hafi menntað mig í guðfræði eða hafi þennan titil má ekki verða að meginstoð sjálfsmyndar minnar, og er það langt í frá. –

Sjálfið þarf að vernda,  svo við týnum ekki sjálfum okkur í titlum eða skilgreiningum.  Við erum hvorki starfið okkar né áföllin okkar.

Af hverju er mikillvægt að samsama sig ekki við áföll (trauma) – eða veikindi okkar? –  Það er vegna þess að það getur í mörgum tilfelllum haldið aftur af bata okkar.  Við verðum of tengd þessum atburðum, –  við förum t.d. í stuðningshóp þar sem markmiðiið með stuðningsvinnunni er að ná bata. –  Okkur fer að líða vel í þessum hópi, – en það sem tengir okkur eru sárin og þá höldum við kannski aftur af batanum okkar, til að geta haldið áfram að starfa með þessu fólki. –  Rífum upp sárin, aftur og aftur, – skoðum þau frá enn fleiri hliðum. –  „Sjáðu sárið mitt – það er ég.“

Þetta hljómra pinku grimmt, en það er mikilvægt t.d. að þegar við leitum hjálpar við meðvirkni að við förum ekki að verða háð stuðningshópnum, – því markmiðið hlýtur að vera það að verða sjálfvirk en ekki háð grúppunni? –  Ekki satt? –

Ég er því ekkert endilega sammála því heldur, sem tíðkast að segja í sífellu í anonymus samtökum:  „Góðan dag, ég er alkóhólisti“ – „Ég er meðvirk“ – o.s.frv.  í tugi ára.  Fólk sem er í bata ætti að fara að fókusera á batann, en ekki á þetta „Ég er alkóhólisti eða ég er meðvirk“ –   Það er engin/n að afneita því, að það sé málið, en að hamra á því aftur og aftur, er það rétt?

Mér finnst þetta skapa viðnám og viðhalda vandamálunum og tengja þau of mikið sjálfsmynd einstaklingsins. –   Hana nú! –  Þetta er mín skoðun í dag, – hún gæti breyst á morgun. – 🙂

Ég er búin að nefna það að það sé ekki gott að samsama sig því sem gerðist í lífi okkar, missi, ofbeldi, veikindum –  og að það sé vegna þess að það hamli bata.

Að sama skapi getum við farið að nota það sem afsakanir fyrir að gera ekki, geta ekki og kunna ekki. – Stundum er það notað til að stjórna.  Fólk notar það að það hafi orðið fyrir ofbeldi til að réttlæta það sem það gerir, og sum „trompin“ eru það stór að þau þagga alveg niður í þeim sem eru í kring. –   Það er í raun ljótt að notfæra sér þetta, en við gerum það stundum meðvitað og stundum ómeðvitað. –

Hér er ég t.d. að tala um aðila sem hefur lifað með ofbeldismanni, viðkomandi er komin/n úr sambandinu, – hefur verkfæri til að vera í bata, en er stanslaust að tengja sig við ofbeldismanninn,  með einum eða öðrum hætti. Rifja upp sambandið, – og draga þannig úr eigin orku til að fara að lifa sínu lífi, sem er framundan. – Ef einhver spyr í sakleysi sínu hvort að viðkomandi ætli ekki að fara að fá sér vinnu, þá er rifjuð upp myndin af öllu sem hann/hún hefur þurft að ganga í gegnum, og það þaggar niður í spyrjandanum, sem jafnvel hálf-skammast sín fyrir að spyrja. –

Það má því segja að fólk „valdi sig“ með vandamálunum og það vill ekki missa valdið og þá gerist hvað? – Jú það fær ekki bata.  Því líður ekki vel þar sem það er statt, – alls ekki. Þar að auki vill það ALLS EKKI fyrirgefa, eða reyna að gleyma því sem hefur gerst. Því það er orðið svo stór hluti af þeirra „ídentity“ eða sjálfsmynd.  Það finnur mátt sinn og megin í gegnum það. –  Finnur sig tilheyra „grúppunni“ –  þessum sem voru meidd, eða meiddu sig og er hrætt við að tilheyra ekki hópnum.  –  Við erum „víruð“ til að tilheyra. –   Stuðningsgrúppan er algjörlega farin að virka öfugt, –  hún vinnur nú aðeins til að viðhalda sársauka og næra missi, – ef svo má að orði komast.

Við verðum alltaf að fatta hvert við erum að stefna, – erum við að stefna frá sársaukanum? Erum við að stefna að því að lækna okkur og heila, – sjá okkur heil eða viðhalda brotinu, sársaukanum, veikindunum eða hvað það nú er? –

Ef engin er hreyfingin sitjum við í sársaukapollinum og hættum að greina á milli hans og okkar sjálfra. –

Hver er þá heilunin, hver er batinn?

Það er ekki hægt að lækna eitthvað sem við viðurkennum ekki að sé fyrir hendi, – ef það er brot, ef það er sár, ef það eru veikindi .. þá er alltaf mikilvægt að samþykkja það, en ekki afneita – eða viðurkenna ekki. – Síðan förum við af stað með spurninguna: „Hvað ætla ég að gera í því?“ – „Hvar fæ ég leiðsögn?“ –  „Í hvaða átt á ég að fara“ – „Hvað vill ég?“ – „HVER ER ÉG?“  ..

Ef að það sem hrjáir okkur, er af völdum annarra – fólks eða aðstæðna,  þá er oft eina leiðin (fyrir okkur sjálf) að fyrirgefa, – og fyrirgefningin er til að taka sér valdið yfir eigin lífi.  Það er sá/sú sterka sem fyrirgefur.  Munum það. –  Við erum ekki að samþykkja atburð eða samþykkja fólk, – við erum að samþykkja okkur sjálf að við séum þess virði að lifa lífinu lifandi. –  Við erum að ELSKA okkur sjálf og taka ábyrgð á okkar lífi, okkar sjálfi – með því að sleppa/fyrirgefa aðstæðum eða fólki. –

Ef þú segir „En það er ófyrirgefanllegt“ – og það er vissulega rétt – þýðir það að þú tengir þig áfram við það sem meiddi þig.   Viltu sleppa?  Viltu kannski hafa þessa manneskju í lífi þínu? – Viltu stöðugt vera að rifja upp, svo þú missir orku, svefn? –

Hvað viltu? –

VERÐI ÞINN VILJI  ..

Það er best að taka sér valdið yfir eigin lífi, fyrirgefa „fíflinu“ – og við megum alveg kalla fólk sem beitir ofbeldi þeim nöfnum sem við þurfum til að geta fyrirgefið. –  Kannski vorum við aldrei nokkurn tímann beðin afsökunar, eða fyrirgefningar.  Það verður kannski aldrei og kannski er viðkomandi hreinlega ekki lifandi lengur. –

Um leið og við fyrirgefum öðrum – sleppum við.

Um leið og við fyrirgefum okkur sjálfum – sleppum við.

Frelsið er okkar og batinn er okkar, ef við bara viljum.

Hvort við höfum hugrekki til þess, er aftur á móti önnur saga.  Líf okkar breytist við fyrirgefninguna og við erum hrædd við breytingar.

Okkur gæti batnað og okkur gæti farið að líða betur, – hversu hræðilegt er það? –

Æ, mundu bara að þú ert þú – og þú ert perla og það er ekkert sem breytir því. 

Þú ert ekki missirinn, þú ert ekki sjúkdómurinn, þú ert ekki sársaukinn. Þú ert ekki vandamál sem þarf að leysa….

Þú ert  …..

oyster-and-pearl

 

 

 

3 hugrenningar um “Ertu misnotkun? – Ertu sjúkdómur? – Ertu missir? .. Ertu sársauki þinn?

  1. thank you so much

    Þann 25. ágúst 2014 kl. 10:51 skrifaði „JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, ráðgjöf,

  2. Þetta er besti pistill sem ég hef á ævi minni lesið, vel sagt/hugsað, megi hann berast sem víðast

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s