Ertu ljósberi? …

Það er hægt að hjálpa og aðstoða á svo marga vegu, – það á ekki alltaf að vera markmiðið að keyra sjálfa/n sig út, með því að taka ábyrgð á öllu og öllum, eða dragnast með allt á bakinu. –  Vera eins og dráttarklár sem dregur allt báknið, og í þokkabót vera líka sá/sú sem heldur í alla stjórntauma. –

Þær eru margar lýsingarnar.

Ef við viljum koma að gagni, án þess að gera út af við okkur sjálf,  þá er mikilvægast að vera sjálf eins og við óskum öðrum að vera,  eða „Vera breytingin sem við viljum fá fram hjá öðrum“. –

Ef við óskum eftir heiðarleika, verum heiðarleg.  Ef við óskum eftir gleði, verum glöð. Verum heimurinn,  eins og við viljum að heimurinn sé.  Þá gerum við það sem í okkar valdi stendur til að vera friðsældin, sáttin, kærleikurinn, jöfnuðirnn, þakklætið, umburðarlyndið og hamingjan sem við óskum heiminum.  Það má örugglega setja fleiri orð þarna inn í og hver og ein/n getur ákveðið hvernig hún eða hann vill hafa heiminn.

Þegar við erum sjálf stödd þarna erum við ljósberar. 

10574229_681730761913822_1356494758562501245_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s