Við slítum ekki ósýnilega þræði – við erum alltaf í sambandi.

„We are all connected“ ..  við erum öll tengd, – hvað þýðir það? …

Eru ekki þræðir milli okkar – ósýnilegir þræðir eða vírar – sem eru alltaf tengdir, en það er hugsunin sem flytur boðin á milli? –

Í gegnum ævina kynnumst við aragrúa af fólki, við tengjumst því sumu mjög vel og öðru illa, en við tengjumst. –  Við tengjumst meira að segja fólki sem við höfum aldrei hitt, eins og leikurum og fræga fólkinu og við tengjumst þeim sem lenda í hamförum, – við tengjumst börnum sem lifa við eymd.  Við tengjumst líka dýrunum. –

Þegar við erum í nánd (líkamlegri nánd) höfum við möguleika á að upplifa viðkomandi mun sterkara, snertast, kyssast, njótast, saman. –  Það styrkir „sambandið“ –

Ég fékk svona „Aha moment“ eða uppljómun þegar ég heyrði konu segja, „No relationship is ever final“ –   Sem þýðir að ekkert samband er endanlegt.  Það er auðvitað í fínasta lagi, ef það er samband sem okkur líkar og finnst gott, en það er verra er það er samband við einhvern sem hefur troðið sér inn í líf okkar. – Einhver sem misbauð og fór yfir okkar mörk.  Það er ömurlegt að vera í sambandi við þann aðila.

En hvernig virkjum við þetta samband þegar viðkomandi er fjarlægur (svona í líkama). Jú við hugsum til hans eða hennar. –  Eftir því sem við hugsum meira,  þess sterkara verður sambandið og þessi aðili verður okkur raunverulegri. –

Ekkert samband er endanlegt, það er bæði gott og vont.

Það er mér sem móður sem hefur misst, mikil huggun, að geta verið í sambandi við dóttur mína. Ég sendi henni hugskeyti og hún er ljóslifandi fyrir mér. – Finnst stundum eins og hún sé að hvísla að mér.   🙂   Þetta er ekki sorgarsamband, þetta er lifandi og gott samband, sem ég hindra ekki með neikvæðum hugsunum.

Fólk skilur stundum ekki hvað það er erfitt að losna við sumt fólk, – en það er vegna þess að það er alltaf að tengja – alltaf að virkja línurnar.  Það er eins og að hringja í viðkomandi með huganum.   Við þurfum að taka þetta fólk úr „speed-dial“ hjá okkur, ef við viljum ekki vera að hugsa til þess, eða taka okkur máttinn, eins og ég segi og senda því bara kærleika ef við þurfum yfir höfuð að vera að hugsa til þess.

Sambandið slitnar aldrei, en við höfum svolítið val í hvern við „hringjum.“

Stundum er ágætt að vera ekki alltaf í símanum, heldur aðeins að vera með sjálfum sér.  Það fer engin/n í burtu og þegar við vitum að við höfum þennan dásamlega möguleika að vera tengd allan sólarhinginn þá getum við slappað af.

Þetta er minn sannleikur í dag, kannski verður hann öðruvísi á morgun.  Mér þykir vænt um þessa hugsun, og hún veitir mér gleði, huggun og mátt. –

Verum í bandi 🙂 ..

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s