Peningar skapa ekki hamingjuna – en peningar eru verkfæri sem hægt er að nota til góðs, eða til ills.

Innblásturinn að þessum pistli er eftirfarandi:

„Some say that you should not want money at all because the desire for money is materialistic and not Spiritual. But we want you to remember that you are here in this very physical world where Spirit has materialized. You cannot separate yourself from the aspect of yourself that is Spiritual, and while you are here in these bodies, you cannot separate yourselves from that which is physical or material. All of the magnificent things of a physical nature that are surrounding you are Spiritual in nature.“ -Abraham

eða:

„Sumir segja að okkur eigi alls ekki að langa í peninga vegna þess að löngun í peninga sé efnisleg en ekki andleg.  En við viljum að þið munið að þið eruð hér í þessum mjög svo mikla efnishyggjuheimi, þar sem Andinn birtist í efni.  Þið getið ekki aðskilið ykkur frá ykkar eigin þætti sem er andlegur,  og á meðan þið eruð hér í þessum líkama, getið þið ekki aðskilið ykkur frá því sem er líkamlegt eða efnislegt.  Allir þessir dásamlegu hlutir, líkamlegs eðlis, sem eru að umkringja ykkur eru andlegir að eðli.“ -Abraham

Hvað þýðir þetta nú allt? – Jú, við þurfum ekki að láta eins og peningar séu vondir, – þeir eru tæki eða verkfæri alveg eins og hamar er verkfæri til að byggja með. –  Við myndum ekki segja að hamar sé vondur, eða hvað? – Hann er vondur ef við notum hann til ills, en góður ef við notum hann til að byggja með.

Þegar einhver verður veikur, eða fólk lendir í hremmingum, – þá fara oft af stað safnanir. Peningum er safnað til að hjálpa öðru fólki.  Það er vont að hafa peninga- eða afkomuáhyggjur ofan í áhyggjur af veikindum. Þarna geta peningar hjálpað, bæði veraldlega og andlega,  því að eignast þá léttir áhyggjurnar.   Þarna eru því peningar góðir, og auðvitað í svo mörgum öðrum tilfellum. – Það má ekki líta á sem peninga sem uppsprettu alls ills, eða hið efnislega, – í þessu sem öðru, er það að sá veldur er á heldur. –

Peningar gefa oft öryggi, – en þó aðeins takmarkað.  Peningar geta ekki tryggt líf, en þeir geta þó komið að notum til að hægt sé að hlúa að sjúkum, – byggja betri spítala, kaupa tæki og lyf. –

Að hafa andúð á peningum er því ranghugmynd, andúðin ætti að beinast að því að gera peninga að aðalvaldinu,  því í þessu þarf að sjálfsögðu ákveðið jafnvægi anda og efnis.

Þetta leiðir líkaumræðuna að jafnvæginu milli frelsis og öryggis. –

Við viljum lifa frjáls, – en við viljum lika upplifa öryggi, að svo miklu marki sem það er hægt. –

„Freedom´s just another word for nothing left to lose“  – söng Janice Joplin.

Við erum svo sannarlega frjáls ef við eigum ekki eftir að missa neitt, – en þá erum við frjáls frá hinum efnislega heimi, nú kannski líka frjáls að öllu leyti því þarna getur verið að við séum búin að missa okkar eigin (líkamlega) líf líka? –   Þetta er frelsið frá hinu efnislega.

En við lifum í efnislegum heimi, heimi sem er ekki bara hugsun – heldur líka í föstu formi.  Við erum þátttakendur í þessum heimi, við erum í líkama sem er efnislegur.  Það er náttúrulega ekkert vit í því að afneita líkama sínum.

Frelsið er yndislegt – en stundum þurfum við skjól, – eitthvað öryggi og einhverja festu. Það er ákveðið frelsi í örygginu og öryggi í frelsinu.

Peningar veita ákveðið öryggi, eins og fram hefur komið – upp að vissu marki.  Þeir geta ekki keypt líf og geta ekki keypt hamingju.  En þeir geta veitt öryggi í formi húsnæðis, matar, og frelsi t.d. til ferðalaga.

Það er mikið talað um andlega vakningu, – og það skiptir svo sannarlega máli að vakna andlega,  en við yfirgefum ekki líkamann við það, né hættum við að læra á hinn efnislega heim eða búa í honum. –

Að vera blankur í efnislegum heimi – gerir okkur fátæk efnislega, –  það getur verið lýjandi að vera stödd þar lengi, að hafa sífelldan afkomukvíða,  og áhyggjur hvernig greiða eigi reikninga mánaðamótanna.  Nú eða hvernig eigi að brauðfæða sjálfan sig eða börnin. –

Heimurinn er úr ballans eins og er.  Það sést best á því á misskiptingu hins veraldlega, þ.e.a.s.  sumir sitja á peningatönkum á meðan aðrir lifa í sárri neyð. –  Sumir deyja úr hungri og aðrir úr ofáti.

Það vantar e.t.v. betra flæði, – og betra jafnvægi. Það vantar ekki peninga í heiminn, og það vantar ekki mat – heldur vantar betri dreifingu og meiri vilja til að deila.  Heitir það ekki kærleikur? –

Peningar eru því ekki til að safna í hlöður, – svo óörugg erum við varla? –  En um leið eru peningar ekki neitt til að vera á móti eða líta á sem slæman hlut, því eins og hér hefur komið fram þá er svo sannarlega hægt að nýta þá til góðs.

10542705_10203853178423644_352296537143001032_o

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s