Eftirfarandi er grein eftir Shelly Bullard (og hægt er að smella á nafnið hennar til að lesa meira um hana) en greinin var einföld en sönn, svo mig langar að miðla henni hér á íslensku.
Sumt fólk er með eitthvað alveg sérstakt við sig ..
Það lýsir upp herbergi. Allra augu hvíla á þessu fólki. Sviðsljósið fylgir þeim, áreynslulaust.
Hvert er leyndarmál þeirra?
Það er kallað sál.
Fólk sem líkamnar sálina er ómótstæðilegt. Alvarlega ómótstæðilegt. Eins og „Ég-get-ekki-tekið-augun-af-þér-ómótstæðilegt.“ Svo gott er það.
Þessir sálarfylltu einstaklingar eru hundeltir. Fólk flykkist að því. Þeir líta vel út, þeim líður vel; þeir hafa þetta eitthvað.
En veistu hvað? Þú getur haft þetta eitthvað, líka. Reyndar ertu með það nú þegar. Þú þarft bara að tengja þig þessu einhverju og láta það skína. Það er það sem þessi pistill mun kenna þér.
Hér eru fjögur auðvelt skref til að líkamna sál þína og lýsa upp herbergi.
1. KJARNAÐU ÞIG (fókusinn í miðju þína)
Gæðin sem fylgja því að dvelja í kjarna sínum, eru styrkur og innri friður; fullvissa og tign, – í samræmi við sjálfa/n sig og frjáls.
Það er dýrðlegt að vera í kringum vel kjarnað fólk, vegna þess að þessir eiginleikar eru svo eftirsóknarverðir fyrir okkur. – Þeir eru heldur ekki „normið“.
Við lifum í hraðri og órólegri veröld, svo það að vera sem friðarstólpi – er sem vin í skraufþurri eyðimörk. Ef að flæðið þitt er tignarlegt og áreynslulaust, er enginn vafi á því að fólk mun laðast að þínu flæði.
Hvernig ferðu að því?
Það er auðvelt.
Þú ástundar það.
Hvort sem það er hugleiðsla (fókusar á andardráttinn) gjörhygli (fókusar á núið) eða einungis að veita því athygli sem er að gerast hér og nú, mun þessi iðkun leiða þig til ró og næðis.
Fólk mun taka eftir því. Það er lítil breyting með miklum áhrifum. Vendu þig á að vera hér og nú, og taktu eftir því hvernig aðrir bregðast vð tignarárunni þinni.
2. IÐKAÐU ÞAKKLÆTI
Ástæða þess að þakklæti er stór þáttur í að laða aðra að er vegna þess að það tengir þig við allsnægtarástand. Allsnægt er yfirflæðandi – og langar til að deila. Þegar það koma yfirflæðandi góðir straumar frá þér, mun annað fólk flykkjast að þér.
Hugsaðu aðeins um það. Hvernig líður þér að vera í kringum fólk sem er þakklátt; fólk sem er hamingjusamt, frjálst í anda, og gefandi? – Nokkuð vel, er það ekki?
Þakklæti flæðir yfir barma sína. Það er létt, gleðilegt, og algjört nammi. Þegar þú upplifir þakklæti verður þú þessi með þessa deilandi orku; sem er algjörlega segulstál fyrir fólk.
Líkamnaðu sálina þína með því að kveikja á þakklætinu. Njóttu alls þess fallega sem þú mætir yfir daginn þinn, upplifðu það áður en þú ferð að sofa, og vertu þakklát/ur hvenær sem tök eru á. Þessi ástundun mun stórlega auka þitt persónulega aðdráttarafl.
3. Lifðu þinn eigin sannleika.
Fólk hefur þennan hlut sem er kallaður sjálfstraust. Ekki uppblásið sjálfstraust; ekki sjálfhverfu. Það er djúpt sjálfstraust. Trú.
Það veit hvað það vill, og veit það mun öðlast það. Þessi tegund óvéfengjanlegrar sannfæringar virkar afskaplega aðlaðandi fyrir okkur, vegna þess að þetta að það sem við viljum líka.
Við viljum öll vita, og við viljum öll vera viss. Við viljum öll trúa. Þess vegna, eru þau sem lifa á þennan hátt, alveg ómótstæðileg fyrir okkur.
Ef einhver talar af sannfæringu, hlustum við. Það getur verið að okkur líki ekki það sem þau segja, en við hlustum. Sannfæring laðar að sér margmenni.
Veistu hvað? – Þú hefur sannfæringu, líka. Það getur verið að þú vitir það ekki, en þú hefur hana. Hún kemur í formi innsæis, þíns æðra sjálfs, sannleika þíns. Það er rödd sem býr innra með þér; hún er ekki í höfðinu, hún er í hjarta þinu. Þegar þú hlustar á þessa rödd verður þér leiðbeint í þá átt sem þú átt að stefna. Og þegar lífið afhjúpast eins og þú vilt – sem afleiðing þess að hafa hlustað á þessa rödd, hefur þú fundið sannleika þinn.
Ekkert er eins grípandi og manneskja í farvegi sínum. Hlustaðu á það sem hin/n sanni/sanna þú hefur að segja, og fylgdu því. Fólk mun alltaf dragast að þér, sem afleiðingu þess að þú ert sjálfri/sjálfum þér samkvæm/ur.
4. ELSKAÐU
Elskaðu. Já elskaðu bara.
Elskaðu borgina þína. Elskaðu heimilið þitt. Elskaðu matinn þinn. Elskaðu drauma þína. Elskaðu fólkið þitt. Elskaðu.
Elskaðu hlutina sem auðvelt er að elska og teygðu þig til þess að elska hluti sem eru það ekki.
Þegar þú elskar óttalaust, lýsir þú. Þú ert ljós í stormi. Þú ert bros í fjöldanum. Þú ert ferskur andardráttur.
Ástin er þessi hlutur.
Leggðu hjarta þitt í allt sem þú gerir og fólk mun ekki geta tekið af þér augun.
Gerðu samkomulag hér og nú um að líkamna sál þína – til a vera hin mest ómótstæðilega útgáfa af þér. Kjarnaðu þig, upplifðu þakklætið, lifðu sannleika þinn og elskaðu. Helltu úr hjarta þínu, og þú munt, án nokkurs vafa, verða segull á alla sem upplifa þau forréttindi að baða sig í ljósinu þinu.
Mundu, að við græðum öll á geislum þínum.
Vertu sálin sem skín – og laðaðu hið góða að birtu þinni.
thank you.
Þann 8. september 2014 kl. 23:07 skrifaði „JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, ráðgjöf,